Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 61
eimheiðin
WINSTON CHURCHILL
261
stjórnin hafi kunnað því illa, hvernig þessi tannhvassi undir-
maður leyfði sér að gagnrýna yfirmenn sína. En um frétta-
bréf Churchills segir Stead, að þau hafi verið „framúrskarandi
góð, skihnerkileg, ljós, myndauðug og hreinskilin", enda vakið
ahnenna eftirtekt.
Það var haustið 1898, að Winston kom heim frá Egypta-
landi, lagði niður stöðu sína í hernum og bjóst til að gerast
stjórnmálamaður að dæmi föður síns. Hann leitaði fyrir sér
uni stuðning hjá íhaldsflokknum, en fékk daufar undirtektir,
bauð sig þó fram í Oldham kjördæmi, en féll í kosningunum.
í október 1899 réðist hann aftur fréttaritari hjá Rlorning Post
°g fór til Suður-Afríku í sama mánuði, til þess að skrifa fréttir
írá Búastríðinu fyrir blaðið. Hann átti að hafa 250 sterlings-
Pund í kaup á mánuði og allan ferðakostnað frían — og var
harla ánægður með kjörin. En hálfum mánuði eftir að hann
kom fil Höfðaborgar höfðu Búar tekið hann til fanga. Eftir
tuúggja vikna dvöl í fangabúðum í Pretoríu tókst honum að
flýja og komast undan yfir landamærin, falinn innan um ullar-
^nlla á flutningalest, sem var á leiðinni til Delagoa-flóa. Hann
sneri síðar aftur til vígstöðvanna og hélt áfram fréttaritara-
störfum fyrir „Morning Post“ til haustsins 1900, að hann hvarf
heim til þess að bjóða sig fram í Oldham á ný.
Þetta haust fóru fram kosningar til fyrsta þingsins, sem
konia átti saman á hinni nýju öld, en leiðtogar íhaldsflokks-
Jns voru þeir Salisbury lávarður og Arthur Balfour. Sterkasti
maðurinn í flokknum og aðalleiðtogi var þó Joseph Chamber-
^ún, faðir þeirra Austen og Neville, en Neville Chamberlain
er nú í stjórn og var forsætisráðherra, er stríðið skall á í sept-
eniberbyrjun síðastl., eins og kunnugt er. Aðstaða Churchills
fú að ná kosningu hafði breyzt stórkostlega, þvi nú var hann
0lðinn frægur maður af þátttöku sinni í Búastríðinu og grein-
uni sínum í „Moming' Post“. Sjálfur Joseph Chamberlain fór
fú Oldham hinum unga frambjóðanda til aðstoðar, og það
nuinaði um minna. Churcliill var kosinn með 222 atkvæða
nieiri hluta fram yfir annan frambjóðanda frjálslynda flokks-
nis, Walter Runciman. Að kosningunum loknum fór Churchill
1 fyrirlestrarferð um England og Bandaríkin og vakti hvar-
Velna athygli fyrir mælsku sina og glæsileik. Þó var ekki laust