Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 20
220
ANDVÖKUR HINAR NÝJU
eimreiðin
heimsins áliti. Hann yrkir t. d. heldur kæruleysislega um
Shakespeare og telur honum mest til gildis, að hann hafi farið
þjófshöndum um Evrópu, en segir hinsvegar að hann sé vel
að þýfinu kominn.
Þessi eiginleiki Stephans, að umgangast alla sem jafningja,
kemur glögt fram í eftirmælum hans og minningarljóðum,
og þess verður elcki vart að hann seilist upp fyrir sig, þó að
hann yrki um stórmenni samtíðarinnar eða liðins tíma. En
á einum stað byrjar hann kvæði með afsökunarorðum, en
það er þegar hann kveður um dr. D. W. Fiske. Þykir honum
vandgert við þann erlenda afbragðsmann, sem elskað hafði
ísland og íslenzka þjóð, sem hann væri hold af hennar holdi
og blóð af hennar blóði:
Þó varlcga vísunum mínum
ég vogi að nafninu hans,
sem langframa vinsældir vann sér
mins vinfasta, minnuga iands:
í íslenzkri örbyrgð, úr ljóði
á ústfólgnu gröfunum vér
oft hlóðum þó merlci til minja, —
það marmari og gull okkar er.
(Andvökur I, 180.)
I síðari helmingi þessa erindis hljómar dýpsti og helgasti
strengur Stephans, sem hann knýr oftast, þegar hann er að
kveðja ástfólgna vini og samferðamenn. Hann barmar ser
stundum yfir því, að liann geti eltki sagt það sem hann vill
segja, en það er þegar tilfinningarnar krefjast svo miki*s
af honum, að tungunni er ekki fært að láta það í té:
Ég lief setið þrátt og þrátt við þagnar-kvæðin,
og sjálfur aleinn eftir staðið,
eins og þú, við hinsta vaðið.
(Andvökur, V, 202.)
Mætli þó margur þar um auð tala, þar sem Stephan barm-
ar sér um fátækt. Hitt er rétt, að hann treystir sér hezt til
liarðræðanna, og kemur það víða fram, bæði beint og óbeint.
Hann er t. d. i essinu sínu, þegar hann í Fossaföllum lýs11
fossinum í vetrarauðninni: