Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 91
eimreiðin
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL
291
greinum, geta þessar aðferðir
orðið að ómetanlegu gagni.
Annað er líka mikilvægt i
þessu efni, en það er, að því
dýpri sem dásvefninn er, þeim
mun minna máli skifta allar
fjarlægðir milli miðilsins og
þess, sem stendur ódáleiddur
i fjarhrifasambandi við hann.
Sé miðillinn í léttum dásvefni
þarf hann að vera sem næst
þeim, sem hann á að lesa ofan
í kjölinn. En eftir því sem dá-
svefninn dýpkar má auka fjar-
lægðina, unz miðillinn er kom-
inn í dýpsta sambandsástand,
en þá er vitund hans hafin yfir
allar fjarlægðir, svo að þær
eru í raun og veru úr sögunni.
Á þessu stigi hefur miðillinn
öðlast þá algeru skygni, sem
ekki nemur staðar við neitt í
tima né rúmi nema það, sem
vitund hans er beint að.
Mannshugurinn er dásamleg-
ur, og þá einnig margfaldlega
undraverðari hugur hins hátt-
þroskaða manns.“
Nú var langt liðið á nóttu,
svo að við tókum á okkur náð-
ir og svifum inn á lönd draum-
anna, sem opnast manni und-
ir áhrifum svefnsins og knýta
böndin við hina miklu eilífð.
[Hér lýkur öðrum kafla bókarinnar Ósýnileg áhrifaöfl, en
i niesta hefti birtist þriðji kaflinn. og fjallar hann nánar um uald hug-
ans gfir tima og rúmi, skggni, linur lófans og fjarvitundina, krystals-
iestur, fjarsýni, hörundsskyn manna, o. s. frv.]
Friður!
Patrick Henry, ameriskur föðurlandsvinur, ritaði árið 1774 eftirfarandi
°rð, sem vel geta verið mönnum íhugunarefni í sambandi við það ástand,
svm nú rikir i heiminum:
Þið æpið á frið, frið —- og aftur frið! En nú er enginn friður á ferð-
um. Hversvegna stöndum vér liér og höfumst ekki að? Er lifið svo dýr-
mætt eða friðurinn svo niikil sæla, að þrælsok sé á sig takandi fyrir liann?
Ég veit ekki hvaða stefnu aðrir kunna að taka, en sjálfur á ég aðeins
eina ósk og bæn: Gef mér frelsi, — frelsi umfram alt! En að öðrum
kosti, lof mér að deyja!
t*að, sem máli skiftir.
Hvað vér liugsum eða livað vér vitum eða hverju vér trúum skiftir,
hegar alt kemur til alls, ákaflega litlu máli, — en það eina, sem skiftir
máli, er, hvað vér gerum. John Ruskin.