Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 27
Eimreiðin
í SÍLÓAM
227
En hátt yfir haf og dranga hófu sig raddir þeirra, er töluðu
tungum eftir innblæstri heilags anda. Þær voru eins og þung-
fleygir dökkir fuglar, er garga hátt og sterkt gegnum vindþyt,
bárugnauð og brimsvarr langra, svartra sanda.
Yfir þessum dökku djúpum grúfði kæfandi molluloft og
hitasvækja, þar sem mannaþefurinn var yfirgnæfandi. Loftið
i samkomusalnum var stint og óveðursþrungið, og rauðgló-
andi þrumufleygar hugróts og hamslausra tilfinninga ristu
öðru hvoru gegnum sortann, sýnilega áþreifanlegir — að manni
virtist — og fyltu óviðkomandi geigblöndnum hryllingi. —-
Þetta loft virtist þrungið andlegu rafmagni fjölsefjunarinnar,
er smaug eins og lifandi orka gegnum allar brynjur dóm-
greindar og heilbrigðrar skynsemi, hreif huga manns heljar-
tökum og læsti sig með iskyggilegu seiðmagni alveg inn að
hjartarótum. Það skelfdi, svæfði og seiddi samtímis og laðaði
huga manns ósjálfrátt og miskunnarlaust að því, er maður
hlaut þó að óttast og hafa andstygð á.---------
Uppi á svölum samkomuhússins sátu þeir tveir einir, Ólafur
Einarsson cand. theol. og frönskukennarinn í mentaskólanum
Þar í þorpinu. Þeir voru nýkomnir úr langri skemtigöngu
°fan úr skógarhlíðunum, þar sem vorsólin skein og fuglarnir
Slmgu og lífið var vaknað í lundum. Þeir höfðu setið lengi á
»Breiðablikuin“ og borft hugfangnir yfir vatnið og sveitirnar.
Begurri sýn er sjaldgæf, dýrðleg og dásamleg! Opin bók, skráð
eldlegu letri með fingri lifandi guðs! — Og sýnin hafði hrifið
hjörtu beggja, er voru ungir og hrifnæmir. Og Norðmaðurinn
°g íslendingurinn höfðu fundið sameiginleg orð yfir það, sem
hreif þá báða og hrærðist í hjörtum þeirra.
Á heimleiðinni datt þeim í hug að líta inn í samkomuhúsið
»Silóam“, um leið og þeir gengju framhjá. Það var sunnudagur,
°g þeir áttu því daginn sjálfir.
Nú sátu þeir hér á svölunum. Þeim var innanbrjósts
eins og væru þeir staddir i sjávarháska í æðandi ofviðri og
hafróti, með limlest fólk og druknandi á alla vegu, hrópandi
a hjálp gegnum storm og myrkur, í dauðans ofboði og skelf-
ln8«. En þeir voru sjálfir skipbrotsmenn og gátu enga björg
veitt.-----
Auk prestsins virtist feitur umboðssali frá Skiðu vera einn