Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 95
eimreiðin
[/ þessum bálki biriir EIMREIÐIN meðal annars stuttar og gagnorðar
umdagnir og bréf frá lesendum sínum, um efni þau, er liún flgtur, eða
annað á dagskrá þjóðarinnar.]
Samvinna nauðsynleg.
Kaupsýslumaður i Reykjavik skrifar Eimreiðinni á þessa leið, 5. septem-
ber þ. á.:
Herra ritstjóri!
---------í frásögn yðar af komu brezka setuliðsins liingað, sem þér
skrifið um í síðasta hefti Eimreiðarinnar, segið þér réttilega, að það sé
„fyrst og fremst undir sjálfum oss komið, framkomu allrar þjóðarinnar,
hvernig takast muni gagnkvæm samvinna“ með hinum lirezku komu-
mönnum og landsbúum. Ég hef einmitt verið að reyna að fvlgjast með
þessum samvinnutilraunum. Og ég verð að segja það, að ég er undir eins
orðinn hálfsmeykur um, að í þessu máli ætlum vér Islendingar ekki að
verða vandanum vaxnir. Mér hefur virzt „hlutleysið“ farast oss stund-
um óliönduglega, svo sem þegar þetta „hlutleysi“ gengur svo langt, að
reynt ér að komast lijá samvinnu um.hin mikilvægustu mál. Það liggur
þó í augum uppi, að með samvinnunni einni getum vér haft áhrif á
farsælan gang málanna, eins og nú standa sakir, annars ekki. Ég telc sem
dæmi götueftirlitið hér i höfuðstaðnum. Á mcðan engin samvinna var
milli íslenzku lögreglunnar og þeirrar brezlcu lá stundum við, að til vand-
ræða liorfði. En nú hefur ástandið stórhatnað, síðan háðir aðilar tóku að
vinna saman að eftirlitinu. Fleiri dæmi mætti nefna. I þessu samhandi
væri fróðlegt að vita frá fyrstu hendi, hvað gert liafi verið af vorri hálfu
til að vera með í ráðum um rannsóknina i máli þeirra tveggja íslendinga,
sem nú hafa verið fluttir af landi hurt til Englands og eiga að vera þar
i lialdi, svo sem blöðin liafa nýlega frá skýrt. Hvernig var háttað rögg-
semi hins islenzka aðila í málum þeirra, og var engin samvinna um þau?
Er lífið tilviljun?
Úr hréfi dags. 15. ágúst 1940:
---------Grein Björns L. Jónssonar, í síðasta liefti Eimreiðarinnar, sem
nefnist „Ný tilgáta um uppruna lífsins" er hin fróðlegasta og i háfrönsk-
um efnisliyggjutón, enda tilgátan, sem þar er gerð að umtalsefni, frá
frönskum eðlisfræðingi komin. En að þarna sé um nýja tilgátu að ræða,