Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 59
eimdeiðin
WINSTON CHURGHILL
259
verið töfrandi fögur og öll framkoma hennar heillandi, enda
framúrskarandi lífsglöð og kát. Sjálfur hefur Churchill lýst
móður sinni með þessum orðum: „Móðir min hafði mikil og
heillandi áhrif á líf mitt í æsku. Mynd hennar skein fjarlæg,
eins og blikandi stjarna, í huga mér, og ég unni móður minni
heitt. Mér fanst hún eins og töfrandi kongsdóttir úr álfheim-
um.“
Sjálfur hefur Winston Churchill ritað ævisögu föður síns
°g lýst þar meðal annars fyrstu kynnum foreldra sinna. Þau
hittust í fyrsta sinni árið 1873, hún nítján ára og hann tutt-
Rgu og fjögra. Það var ást við fyrstu sýn hjá báðum, og strax
daginn eftir hinn fyrsta fund þeirra höfðu þau hvort i sínu
!agi trúað einum vina sinna fyrir því, að örlög þeirra væru
ráðin og órjúfanlega tengd. Winston iýsir í ævisögunni trú-
lofun þeirra þannig:
),Daginn eftir hittust þau aftur „af tilviljun“ — eða svo er
^Rér frá skýrt — og fóru á skemtigöngu saman. Þetta var þriðja
hvöldið síðan þau sáust fyrst, — og það var unaðslegt kvöld.
Veðrið var hlýtt og kyrt, ljósin á snekkjunum meðfram strönd-
lr>ni skinu svo skært út yfir vatnsflötinn, og yfir var alstirndur
himinn. Að loknum kvöldverði hittust þau aftur ein í garðinum,
°g þó að kynningin væri svona örstutt 3>ar hann upp bónorðið
°g fekk já.“
I3að kostaði mikið stríð að fá foreldrana til að.samþykkja
•'aðahaginn. En ástin sigraði. Brúðkaupið fór fram 15. apríl
1874, og í byrjun dezember sama ár gat að líta eftirfarandi
lilkynningu í The Times: „Hinn 30. nóvember er lafði Ran-
holph Churchill í Blenheimhöll fæddur vanburða sonur.“ Þessi
s°nur, sem þannig var nafnlaus kyntur heiminum í fyrsta
Slnn, var Winston Churchill, núverandi forsætisráðherra Breta.
Æfiferill þessa merka manns hefur verið harla viðburða-
rikur, enda hafa þar skifst á sigrar og ósigrar í stórfeldara
Riæli en í lífi flestra manna. Hann gerist ungur hermaður og
lendir í margskonar mannraunum. Hann býður sig fram til
þillgs, og eftir að hann verður þingmaður kemst hann brátt í
sijórnina, verður fyrst aðstoðarráðherra, þá forseti viðskifta-
^Oalanefndar (Board of Trade), síðan innanríkismálaráðherra
°g eftir það flotamálaráðherra, þá hergagnaráðherra, þá ný-