Eimreiðin - 01.07.1940, Page 56
256
MÓÐIRIN í DALNUM
eimbeiðin
Og vonar- skartaði -ljós í leyni
um langan bjartasta æfidag.
Af öllu hjarta þú unnir sveini,
og ei var kvartað um þröngan hag.
En löngum hefur sá lítil völd,
sem lífið krefur um þyngstu gjöld.
Á hendur treystuð og hallir stundum
í huga reistuð. En þar við stóð. —
Hvert starf þó leystuð með styrkum mundum,
en stritið kreisti’ undan nöglum blóð. —
Þær hallir stríðasti stormur braut.
Og stöðugt síðan um rústir þaut.
1 lága bænum — varst bundin fangi —,
á bala grænum, hvern dag og nátt,
er lækjarsprænur á víðum vangi
í vorsins blænum sér léku dátt. —
Og frelsi meinað í sérhvert sinn,
er sólin skein inn um gluggann þinn.
Þú börnin fæddir og blítt þau kystir.
Og bros þú glæddir og fagran smekk.
En bölið hræddist og blóðið mistir.
Og' bóndinn mæddur að störfum gekk.
Með ástúð hlyntir að ungri sál.
Með alúð kyntir þitt fórnarbál.
Þér virtist þrjóta öll vorsins mildi
og vinarhótin þíns glæsta manns.
Á eigin fótum hann vera vildi,
og vetur mótaði skapgerð hans.
Og ástin grandaði sjálfri sér.
En svalan andaði móti þér.
— Svo liðu árin við fjöru og flæði.
Þú faldir tárin und brúnaskör.
Og mörgum sárum þið særðust bæði.
Og síðan báruð hin djúpu ör.
Og litlu börnin þér urðu alt
og eina vörnin, sem lífið galt.
Er gusur mjallar á gluggann rendu,
var glatt á hjalla þeim dögum á,
því krakkar allir í einni bendu