Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 66
266
WINSTON CHURCHILL
EIMREIÐIN
milli hans og Fishers lávarðar, sem í nóvember 1914 tók við
yfirflotaforingjastarfinu. Enginn einn maður annar en Churc-
hill hafði gert eins mikið eins og Fisher til að koma flotanum
í sem fullkomnast horf. Hann var nú orðinn 74 ára, en hinn
ernasti og engu síður stórlyndur og ráðríkur en Churchill
sjálfur. I janúar 1915 barst beiðni til Breta frá Nikulási stór-
hertoga i Rússlandi um hernaðarlega aðstoð gegn Tyrkjum á
Ballcanskaga. Churchill lagði til að hrezki flotinn yrði látinn
ráðast á tyrknesku vígin við Dardanellasund. Fisher vildi ekki
hætta flotanum í sundin, en lagði til að ráðist yrði á Þýzkaland
að norðan, með landher inn í Slésvig-Holstein og með sjóher á
strandlengjuna við Eystrasalt. Áætlun Fishers var feld. Á fundi,
sem haldinn var í herstjórninni í London um málið, lcomst alt
í uppnám. Fisher hótaði að segja af sér. Aðmírállinn yfir flota-
deildinni, sem átti að ráðast inn í sundið, réði frá því að halda
áfram tilrauninni, vegna tundurduflahættu og varnarvirkjanna
á ströndinni. Churchill samdi símskeyti til hans um að halda
áfram. En skeytið var aldrei sent. Herstjórnin í London vildi
ekki taka á sig ábyrgðina. Þá gerðist það, að Kitchener sendi
landher til Gallipoli, og ætlaði með því að vinna upp aftur það,
sem flotinn hafði tapað með hinni mishepnuðu tilraun sinni
til að komast um sundið. Churchill taldi þetta hið mesta óráð,
vegna ófullnægjandi undirhúnings og bygði alt sitt traust á
flotanum. Landherinn, sem sendur var, reyndist altof fálið-
aður, enda lyktaði þessari för illa. í þessu öngþveiti, sem orðið
var innan herstjórnarinnar í London, hætti það ekld úr skák,
að Fisher sagði af sér og stakk af til Skotlands. Asquith skip-
aði honum í nafni lconungs að hverfa aftur í stöðu sína, en
Fisher sat við sinn keip. Herförin til Callipoli leiddi til breyt-
inga í stjórninni. Churchill varð að leggja niður flotamálaráð-
herraembættið. Andstæðingar hans kendu honum um ófarirn-
ar á Balkanskaga, fall Antwerpenborgar og herskipatjónið n
höfum úti. Samsteypustjórn tók við völdum, og var Asquith
í fyrstu forsætisráðherra áfram, en síðar kom Lloyd Georges
í hans stað. Sjálfur Kitchener kom til að þakka Churchill vel
unnið starf. Það var fjarri því að þeir væru altaf sammála, en
þegar Kitchener kom að votta Churcliill samúð sína út af út-
reiðinni sagði hann: „Jæja, eitt hafa þeir ekki getað tekið frá