Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 47
eimreiðin
EFNI OG ORKA
247
um efnum með hraða, er nemur 15—20 þúsund km. á sekúndu.
Þegar þeim var hleypt inn í ílát, sem fylt var með hreinu
köfnunarefni, lenti eitt og eitt af þessum harðvitugu skeytum
ú kjarna köfnunarefnisfrumeindarinnar og molaði þá úr hon-
um agnir, sem við nánari rannsókn reyndust vera nákvæm-
lega eins og kjarni vetnisfrumeindarinnar, sem er léttust allra
frumeinda. Úr köfnunarefnis- og heliumfrumeind myndaðist
súrefnis- og vetnisfrumeind. Upp frá þessu fékk vetniskjarninn
sitt sérstaka nafn og var nefndur „proton“ (frum), með því
uð líklegt mátti teljast, að sönnun væri fengin umþað, að vetnis-
kjarninn væri, að minsta kosti að nokkru leyti, uppistaðan í
Þyngri frumeindakjörnunum. Var það í ágætu samræmi við til-
gátu, sem ltomið hafði fram um þetta fyrir rúmum 100 ár-
Um.
Fram til ársins 1932 var mönnum kunnugt um tvær teg-
undir af svokölluðum „frumögnum“, sem ekki má rugla sam-
un við það, sem nefnt hefur verið „frumeindir“. í fyrsta lagi
var það vetniskjarninn, sem hlaðinn er einum frumskamti af
Þósitífu rafmagni og hefur þungann 1,00813, samkvæmt tölum
Þeim, sem alment eru notaðar um frumeindaþungann, en
sýna ekki annað en hlutfallið milli þunga hinna einstöku
frumeinda. Mæld í grömmum er þyngd vetniskjarnans ekki
Renia 1,6 X 10 ^ 24 (10 24 er einn biljón biljónasti). 1 öðru
lugi var það rafeindin, sem hlaðin er einum frumskamti af
^egatífu rafmagni. Rafmagnskamtar þessara frumagna vega
hvor á móti öðrum.
Á þessu stigi varð því að líta svo á, að frumefnin, eða með
°ðrum orðum frumeindirnar, væru samsettar úr vetniskjörn-
u,n og rafeindum, þannig að í frumeindarkjarnanum væri
akveðinn fjöldi af vetniskjörnum og fleiri eða færri rafeindir,
en færri þó en vetniskjarnarnir, svo að heildarhleðsla kjarn-
ans varð pósitíf. Það sem á vantaði af rafeindum til þess að
ú’urneindin í heild yrði órafmögnuð, skipaði sér eftir ákveðn-
Um reglum utan um kjarnann. Bilið milli þessara rafeinda og
^illi þeirra og kjarnans er ákaflega stórt samanborið við
stærð frumagnanna sjálfra, sem bezt má sjá á því, að raf-
eindir hverrar frumeindar eru dreifðar um rúm, sem er um
biljón sinnum stærra en rúinmál kjarnans. Miðað við hinn ör-