Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 25
eimreiðin
f Sílóam.
Smásaga. Eftir Helga Vallijsson.
Þungar öldur æstra og tryllingslegra tilfinninga geisuðu um
allan stóra samkomusalinn, sem var troðfullur af fólki úr
öllum áttum landsins. Það var landsmót „Hvítasunnu-safnaðar-
ins“ norska í unaðslegu sveitaþorpi „vestanfjalls“.
Inni á ræðupallinum stóðu sex stúlkur og tveir piltar. Þau
sungu hvelt og hjáróma og léku undir á gítar. Raddirnar voru
úþjálar og sundurleitar, en sterkar og gjallandi. Var auðheyrt
a framburðinum, að söngfólkið var sitt úr hverri áttinni. Ein
stúlknanna hafði þó skæra rödd og fallega, en öldungis ótamda
°g misbeitti henni hörmulega. Söngurinn reif óþægilega í næm
eyru, en þó var eitthvað við hann, er vakti eftirtekt og hreif
einkennilega. Einhver falinn eldur, sem veitti söngnum alveg
sérkennilegt ástríðuþrungið magn, er braust út og ruddist
tram eins og á í leysingum og gerði þennan sundurleita og
hjáróma söngflokk að miðstöð dularfullrar andlegrar orku, er
sendi áhrif sín út um allan salinn.
Andlit söngfólksins voru öll himinvend, og hafði sumt lokað
augunum. Þetta voru einkennileg andlit. Allir drættir þeirra
v°ru stirðnaðir eins og hjá svefngengli. Þau voru sviplaus og
hreyfingarlaus, en á þeim öllum ljómaði sérkennilegur bjarmi
eldmóðs og ölduróts hrifklökkra tilfinninga. SáJmarnir voru
Hestallir Sankey-söngvar, illa þýddir og fátæklegir. En þó var
e,nmitt eins og þessi ömurlegi söngur vekti djúpt hergmál i
hjörtum safnaðarins. Hér var auðsjáanlega talað þeirra tungu.
Allra augu mændu á söngfólkið:
„-------Skrúðgöngum til Zíon,
fríðu og fallcgu Zíon.
Já, förum nú upp til Zíon,
guðs dýrðlegu dásemda borg!
„-------Ó, ég verð ánægður,
ánægður, ánægður,
l>á er ég vakna upp ]>ann dýrðardag!
Ó, sæti unaður, ó, sæti unaður,
l>á er ég valcna upp ]>ann dýrðardag! — — —“
15