Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 72
272
A BIÐILSBUXUM
EIMREIÐIN
stundin svo hræðilega mishepnað, að alt fór út um þúfur, áður
en nokkuð var einu sinni byrjað.
Það var líka þetta, meðan karlinn lifði. Brandur var aldrei
ákveðinn gagnvart karlinum, honum pahba hennar, en nú var
hann dauður, og þá var það að Brandur hafði keypt biðils-
buxurnar. Og hann hafði fengið eitthvert andlegt hugboð um,
að þær myndu hrífa.
Annars var hann nú nógu myndarlegur, hár og þrekinn,
með digra, loðna handleggi og herðar eins og hangiketskrof.
Og Áslaugu var hann búinn að ákveða sér fyrir eiginkonu.
Þau voru á líkum aldri, um fertugt, með svipaðar efnahags-
ástæður og álíka ásthylli, enda hafði Brandur oft beðið guð
þess, nú í sex ár, að láta engan hiðja hennar Áslaugar á Ivömb-
um fyr en þá að hann væri búinn að fá hana fyrir konu. Og
sú bæn virtist hafa verið heyrð venju fremur. Áslaug var jafn-
ómenguð af óorði vegna karlmanna eins og nýfætt ungharn.
Brandur ræskti sig, leit í spegilinn í siðasta sinn, lagaði gler-
augun og sneri yfirskeggið. Svo kastaði hann ltveðju á kerl-
inguna, móður sína, og gekk virðulegur og hnakkakertur út
og yfir að Kömbum.
Veður var gott, færðin ágæt og Brandur í góðu skapi, en
ekki laust við dálítið kitlandi ónotahroll í bakinu á honuin,
ekki óáþekt glímuskjálfta. Hvað er líka erfiðara að glíma við
en ógiftan kvenmann?
Eins og oft vill verða, þegar mikið stendur til, bar hugur-
inn manninn hálfa leið, og fyr en varði stóð hann á hlaðinu
á Kömbum. Hann dunsaði svolítið úti fyrir, til að safna
kröftum undir atlöguna, og barði svo hægt og virðulega að
dyrum.
En það var ekki Áslaug, sem kom til dyra, heldur ung stúlka,
með stuttklipt hár og málaðar augnabrúnir, og þessa stúlku
hafði hann aldrei áður séð.
Hún var lág og feitlagin, kringluleit í andliti með stór augu
og lostalegan munn, blóðrauðar, alveg ótrúlega blóðrauðar
varir, en jafnfagrar og æsandi fyrir því.
Holdugir armarnir voru berir upp til axla og hálsinn og
barmurinn logandi hjartur, ber niður undir geirvörtur, blúsan
svo þunn, að brjóstin virtust nær því nakin, hvelfd og mikik