Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1941, Page 28

Eimreiðin - 01.10.1941, Page 28
364 HLJÓMAR ÞESS LIÐNA eimbeiðin í garðinuin beygðu dapurlega krónurnar til jarðar og hlust- uðu, drúpandi í sorg. Hann gekk yfir að hljóðfærinu, staðnænidist þar og horfði þögull á fingur hennar, skynjaði hvernig tónarnir þutu upP undan gripi þeirra, eins og hvítar dúfur í leik. Fjölkyngi þeirra gagntók hann. Hann var óeðlilega fölur, þegar hún stóð upp frá hljóðfærinu, og hann kom ekki orðum að neinu þakklæti. heldur aðeins kvaddi og fór. *Sc # Kf Þegar maðurinn skynjar ástina í fyrsta sinn, sameinast ofur- magn tilfinninganna á einhvern dularfullan hátt þeim stað og þeirri stund, 'er þetta verður. Fyrsta ástin er ekki ætíð sú varan- legasta, en ávallt sú sterkasta. Þá losnar úr læðingi afl, sem aldrei næst aftur til fullnustu. Maðurinn er ekki sá sami og hann var. Eitthvað Ijúfsárt og dýrmætt hefur orðið eftir 11 þeirri stund og þeim stað, er blóm hinnar fyrstu ástar breiddi úr krónum sinum á morgni lífsins. Svo fór þeim tveim, sem kynnzt höfðu af svo óvæntri tilviljun þessa björtu og fögi'u júlídaga. Þau hittust svo að segja daglega eftir þetta kvöld, fóru 1 gönguferðir saman, veiðifarir á firðinum um húmdökk ágúst' kvöld, skíða- og skautaferðir um haustið og veturinn, og áður en þau vissu hvernig tíminn leið, voru jólin komin. Eins og skuggi hvíldi yfir þeim vissan um það, að þau yrðu að skiljn- Kjartani Víðarr varð það aldrei ljóst, hvort það yrði hinn háðs- legi veraldarvani verzlunarstjóri fyrir aðalverzlun þorpsins eða eitthvað annað, sem mundi skilja þau að áður en langt um liði. En hann vissi, að skilnaðurinn var óumflýjanlegm'- Verzlunarstjórinn hafði á sinn ísmeygilega hátt fengið þvl framgengt, að Hjördis hafði heitið honum eiginorði. Hún hafði gert það i einhverju vanhugsuðu fljótræði og ósjálfræði, sem oft hendir ungar, óreyndar stúlkur, einkum ef þær finna, þær séu að gera að vilja foreldranna með breytni sinm- Kjartan Víðarr var þá ekki til í hennar meðvitund. Nú vM þar ekkert annað en hann, Slitvt gat auðvitað ekki dulizt til lengdar heitmanni hennar. Og undan yglihrún hans skaut ófriðvænlegum leiftrum og jafnvel hatursfullum, þegar svo hai
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.