Eimreiðin - 01.10.1941, Page 42
378
FREMSTA LEIKKONA ÍSLANDS
EIMREIðin'
Gunnþórunn sem Þóra prestsmóðir og þóra Ilorg sem Margrét i Hlið >
leiknum „Á lieimleið“.
unga stúlkan vildi ekki taka við hverju því, sem að henni var
rctt, og þegja í auðmýkt við hörðum dómum, hlaut hún að
segja skilið við félaga sina og ganga sínar eigin götur. Gunn-
þórunn hafði kjark til að gera þetta og svo mikinn áhuga fyrir
leiklistinni, að „hennar eigin götur“ Jeiddu hana um síðir á
slóð viðfangsefna við hennar hœfi og í sess fremstu leik-
kvenna á Islandi.
Þegar áhorfandi tekur sig til að dæma um framkomu ein-
hvers leilcara á leilísviði, sér hann iðulegast eintóma vankanta
á smíðinni eða alveg lýtalausa smíði. Öðru máli skiptir um
þá, sem starfa með eða hafa starfað með leikaranum. Þegar
lýtalaust er leikið í augum áhorfandans, sjá þeir, að brögð eru
höfð í frammi. Hugur leikarans fylgir ekki máli, hann fleytir
sér yfir erfið leikatriði á kunnáttu og tækni, eða hann kaupir
sér lof áhorfenda með næsta ómerkilegu pati. — Ég má segja>