Eimreiðin - 01.10.1941, Page 54
390
VIÐ VORUM SMALAR
EIMREIÐlN
Við vorum tekin þrettán ára aftur lieim að stað,
en aðrir látnir hafa á fénu gætur,
en oft lágu okkar brautir upp að bgrginu eftir það,
er byggðin svaf um hljóðar júlínætur.
En svo áður en varði við vorum orðin stór.
Þá varstu fegurst mær, sem byggði dalinn.
En einkisvirtur var ég, og einn ég löngum fór
og orti Ijóð um þig og hamrasalinn.
Þú kvaddir mig um nótt, þegar myrkrið mókti á strönd,
— að morgni lágu draumarnir í valnum,
því út í fjarskans skauti voru skær þín draumalönd■
— Við skildum þannig, smalarnir í dalnum.
Og eftir, lítilsmetinu og vinalaus, ég var
og vissi allt mitt riki brennt og fallið.
— Með nokkur skrifuð kvæði á blöðum, sem ég bar,
ég bjóst af stað og yfir Hamrafjallið.
Ég reikaði um löndin, lief löngum verið einn
og lifað mest um þöglar skugganætur,
og hingað er ég kominn sem hljóður förusveinn
með harða og eydda gönguskó um fætur.
Svo finn ég þig hér drekkandi gómsætt gamalt vín
í glaumi, þar sem dagsins Ijós er bannað.
Já, þannig er nú farið, ó, fagra vinan mín,
— sem fjallasmala dreymdi þig um annað.
Við fundum hvorugt gæfuna í glaumi lífs við sæ,
— hin gullnu blóm þau liggja öll í valnum.
En komdu með mér héðan, •— við byggjum okkur bse
við byrgið okkar gamla heima í dalnum.
Eiríkur HreiNN