Eimreiðin - 01.10.1941, Qupperneq 55
®IMREIÐIN
Garðyrkjusýningin
í Reykjavík 5.—20. september 1941.
Bezta og fullkomnasta garðyrkjusýning, sem haldin hefur
Aerið á íslandi, stóð yfir i Reykjavik dagana 5.—20. september
* haust, og sóttu sýningu þessa alls rúmlega 22000 sýningar-
gestir. Garðyrkjufélag íslands gekkst fyrir sýningunni, en
sijórn þess skipa Unnsteinn Ólafsson, formaður, Ólafur
GUnnlaugsson, gjaldkeri, Ingólfur Daviðsson, ritari, og tveir
^eðstjórnendur: Sigurður Sveinsson og J. Schröder.
í sýningarnefnd voru þessir menn: L. Boeskov, formaður,
Tybjærg, sýningarstjóri og gerði hann uppdrátt að sýning-
unni 0g réði fyrirkomulaginu að mestu. Enn fremur Jóhanna
^°éga, Ragna Sigurðardóttir, Ingimar Sigurðsson, Ólafur
Tuinnlaugsson og Ingólfur Daviðsson. Einnig aðstoðaði J.
^ehröder frá byrjun við framkvæmdirnar. Sýningunni
'ar komið fyrir i sýningarskála miklum, sem félagið hafði
íátið reisa á mótum Túngötu og Garðastrætis. Var sýningin
1 16 deildum, og var þar að sjá alls konar grös, jurtir og
lré, sem ræktuð eru og upp spretta á íslandi, alls konar teg-
nndir jarðepla, korn, grænmeti margvislegt og meira að segja
\>nber og suðræn aldin, allt ræktað hér heima á íslandi.
sýningartöflum mátti sjá, að garðrækt á íslandi vex hröðum
skrefum, og að stórkostlegar framfarir hafa orðið i ræktun
tdóma og grænmetis í gróðurhúsum. Þannig hefur t. d. upp-
skeran af tómötum stigið úr 1150 kg. árið 1924 upp i 90000 kg.
ar>ð 1940. Jarðvegur undir gleri (gróðurhús) sem 1924 er tal-
>nn að verið hafi 150—200 fermetrar, er nú hátt á annan
hektara. Margvislegar aðrar upplýsingar um vöxt og viðgang
‘slenzkrar garðyrkju höfðu töflur þessar að geyma.
Eimreiðin flytur hér fjórar myndir frá sýningunni, sem gefa
kóða hugmynd um, hvernig umhorfs var í hinum reisulega og
rúmgóða sýningarskála og um útlit og fjölbreytni sýningar-
innar yfir höfuð.