Eimreiðin - 01.10.1941, Side 68
404
LJÓSMYNDASAMKEPPNIN
EIMREIÐI^
Gömul vindmylla: „með ellilaun, en án örorku-
bóta“. Hlaut þriðju verðlaun i verðlaunasam-
keppni Eimreiðarinnar 1941 fj'rir áhugaljós-
myndara. Myndin er tekin af Níelsi Ramselius.
arinnar mun flest-
um kært og kunn-
ugt, að minnsta kosti
öllum, sem aldir eru
upp í sveit.
Að endingu skal
þess getið, að næsta
Ijósmyndasamkeppm
Eimreiðarinnar verð-
ur tilraun til að finna
sem sannast mót
( t y p e ) nútiðar-ís-
Iendingsins, bæði
kvenna og karla-
Verður til þessarar
keppni safnað mynd-
um af íslenzku fólkb
konum og körlum, a
ýmsum aldri. Að-
eins eitt atriði skal
tekið fram strax um
þessa fyrirhuguðu
tilraun: Nöfn þeirra,
sem senda af ®er
myndir, skipta ekki
máli og verða aldrei birt, nema þá með leyfi hlutaðeig-
enda, þó að nöfn þeirra þurfi að fylgja í lokuðu umslagn
En myndirnar þurfa að koma sem allra flestar til þess að
góður árangur náist. Byrjið því strax, konur og karlar, að
undirbúa þátttöku yðar og senda inn myndir. Þær verða
allar merktar í þeirri röð, sem þær koma, og varðveittar,
en nánari tilhögun um fyrirkomulag þessarar myndasanv
keppni verður auglýst í 1. hefti Eimreiðarinnar 1942.