Eimreiðin - 01.10.1941, Síða 74
EIMREIÐIN
Náttfari og ambáttin.
Eftir Bjartmar Giiðmundsson.
Fyrir framan mig á borði liggur Landnámabók opin. Ég
les: „Um vorið, er Garðar Svafarsson var búinn til hafs (fra
Húsavík), sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari. og
þræl og ambátt. Hann byggði þar síðar, sem heitir Náttfaravík.
Lesandinn býst við meiru og leitar áfram að nafni hans
innan um brot af sögum annarra manna. Að lokum er hann
aftur á sjónarsviðinu eftir nær 140 síður:
„Eyvindur Þorsteinsson nam Reykjadal upp frá Vestmanns-
vatni. Náttfari, er með Garðari hafði út farið, eignaði sér áður
Reykjadal og hafði merkt á viðum, en Eyvindur rak hann a
braut og lét hann hafa Náttfaravík.“ Saga þessa manns er ekki
rituð annað en þetta. í fyrstu virðist svartamyrkur umhverfis
hann frá því hann skilur við víkingaskipið á Húsavíkurhöfn>
unz Eyvindur rekur hann burt úr Reykjadal nokkrum árum
síðar. Staða Náttfara er einstök meðal íslendinga. Og saga
hans er þannig meitluð í fáein orð, að það er ekki hægt a®
gleyma henni. Það er ekki hægt annað en hugsa sig inn 1
það, sem drífur á daga þeirra manna, sem fyrstir allra gera
sér hér byggð. íslendingurinn getur varla annað. Staður og
stund fjarlægist og gufa í burtu í bili. Landnáma lokast-
Árin hverfa, sem á milli eru. Heilar aldir hjaðna eins og hjarn-
skaflar í sólskini. Nútíminn fjarar frá. Fortíðin leggst yf11--
Það er eins og að horfa gegnum dimmt loft inn á bjartara svið-
Blásandi byr. Garðar hefur látið draga upp seglin. Vor-
golan fyllir voðirnar og stendur af landinu. Skipið tekur
skriðinn og dýfir stefninu í bláa ölduna. Skipverjar leika a
alsoddi. Það er gaman að losna eftir 7 mánaða legu og at-
hafnaleysi í mannlausu landi. Enginn veitir Náttfara athygl1’
eða dundi hans bak við aðra menn. Hann læðist frá skip1 1
litilli kænu um leið og seglin fyllast. Hann þrífur ár og þrsell'
inn aðra ár. En ambáttin eggjar báða með augunum. í5aU
hata þetta skip. Þau hata víkingana, sem fara að engum 1°S'