Eimreiðin - 01.10.1941, Side 80
MINNISLEYSI
EIMREIÐIíf
-111)
dót. Heyrðu, leitaðu í þessum reikningum, það getur verið,
að hann hafi slæðst með þeim, ég ætla að leita í þessari skúffu-
Hver skúffan af annarri var dregin fram og tæmd, en ekki
fannst miðinn.
— Nei, miðinn er ekki hér, tautaði Kjartan og gafst upp 1
leitinni.
— Heyrðu, góði, kannske er hann einhvers staðar í fötuiu
þínum, sagði Guðrún.
— Ég er búinn að leita í öllum vösum, sagði hann von-
leysislega.
— Já — í þessum fötum, en ekki öðrum.
— Það segirðu satt, sagði hann, og ný von vaknaði í brjósti
hans.
— Allur ytri fatnaður Kjartans var tekinn lit úr klæða'
skápnum, en miðinn kom ekki í ljós. Á meðan Guðrún hengdi
fötin aftur inn, sat Kjartan með hönd undir kinn, hnyklaðai
brýnnar og reyndi að draga fram í huga sér eitthvert atvik,
sem gæti leitt hann að réttu spori. Hann hugsaði og hugsaðn
en ekkert dugði.
— Þorvaldur bróðir þinn hefur ekki enn þá skilað þér poka-
buxunum, sagði Guðrún, um leið og hún aflæsti skápnum-
— Fékk hann pokabuxurnar? spurði Kjartan utan við sig-
— Já, manstu ekki, að hann kom hingað á laugardagi°n
og bað þig að lána sér þær; hann sagðist þurfa að brfigða
sér austur í Flóa. Þú varst einmitt liti að stinga upp garðiuo
og komst inn til að hafa buxnaskipti. Manstu þetta ekki?
— Jú, heyrðu, Guðrún, nú hef ég það, sagði hann og spraÚ
á fætur. — Miðinn hlýtur að vera í þeim. Nú man ég það allt-
Ég var einmitt í þessu vesti. Ég tók miðann úr vasanum °»
skoðaði hann. Ég man, að ég hugsaði eitthvað á þá leið, að e|
ég græddi í happdrættinu, ætlaði ég að kaupa mér land upP1
í sveit og rækta þar eintómar rófur og kartöflur. Ég var a®
ergja mig yfir því, hvað garðurinn okkar er lítill. Ég hlýt a^
hafa stungið miðanum í buxnavasann í hugsunarleysi, þarna
kemur það. Ég hleyp strax til Þorvaldar. Blessuð ú ineðan-
Og áður en Guðrún fengi tækifæri til að láta álit sitt í tjnS’
var hann þotinn af stað.
Kjartani til mikils hugarléttis var Þorvaldur heima.