Eimreiðin - 01.10.1941, Qupperneq 108
4-14
RITSJÁ
eimbeiðin
nútimastafsetningu og úrfellingum,
sem mun hafa ltomið af stað nýrri
lagasetningu um útgáfurétt á ís-
lenzkum fornritum,
Allmargar þýddar bækur liafa
komið út nú fyrir jólin, svo sem
Fokker flugoélasmiður, ævisaga
þessa víðkunna hugvitsmanns eftir
B. Gould, skemmtileg bók og vel
])ýdd, Kafbátsforingi og kenni-
maður eftir hinn nafnkunna þýzka
prest Martin Niemöller, Kleopatra,
ævisaga eftir Walter Goerlitz, enn-
fremur Tuö herbergi og eldhús,
skemmtisaga eftir Annik Saxe-
gaard, og Þegar drengur vill, saga
frá Iíorsiku. Þá liefur og komið út
fjöldi unglinga- og barnahóka,
mjög misjafnar að gæðum.
Nýlega er ltomin á markaðinn ný
bók eftir Guðmund Gislason Haga-
lín, sem henn nefnir Barningsmenn.
Eru það sögur um sjómenn og sæ-
farir, og hefur höfundurinn tileink-
að bókina islenzkri sjómannastétt.
Sjómannadagsráð ísfirðinga hefur
gefið hókina út. Þá hefur ísafoldar-
prentsmiðja h.f. nýgefið út Sögu
Skagstrendinga og Skagamanna
eftir fræðaþulinn Gisla Konráðsson
og með formála eftir Pál V. G.
Kolka lækni. Fyrsta hindi ritsafns
eftir Brynjólf Jónsson frá Minna-
núpi hefur Eyrbekkingafélagið í
Reykjavík gefið út. Er í þessu bindi
Sagan af Þuriði formanni og Kanib-
ránsmönnum ásamt ýmsum áður
óprentuðum fylgiskjölum. Hefur
Guðni Jónsson magister ritað for-
mála að bindinu og séð um útgáfu
þess. Munu bækur þessar vafalaust
kærkomnar öllum þeim', er íslenzkri
sögu og innlendum fróðleik unna.
Þá má að lokum minna á hók,
sem er nokkuð einstök i sinni röð
þeirra mörgu bóka, sem út hafa
komið hér á landi i ár. Það er bók
frú Oddnýjar E. Sen um ævintýra"
landið Kína, sem ísafoldarprent-
smiðja h.f. hefur gefið út. Frú Odd-
ný Sen hefur sjálf dvalið fimintán
ár i Kína og er því vel kunnug efnl
því, er hún ritar um. í bókinni erU
allítarlegir kaflar um landið sjalft’
náttúruauðævi þess, veðráttufar’
dýra og jurtalíf, framleiðsluhætt1
og ibúana sjálfa, sögu þjóðarinnar
og tungu, fræðslumál þjóðarinnar,
fjölskj’ldu- og trúarlíf o. s. frv. Efn
inu fylgir fjöldi mj-nda. Margt
fleira bóka er nýkomið eða um Þa
leyti að koma á markaðinn, þe»aI'
þetta er ritað. Sumar þessara bóka
hafa þegar verið sendar Eimr-
umsagnar, en aðrar ekki. Þeirra, cr
Eimr. hafa verið sendar, mun
verða nánar getið i næsta hefti’
Su. S.