Eimreiðin - 01.07.1942, Side 34
I
210
UNDIR HAUSTSTJÖRNUM eimbeiðIN
Mannsandinn baðar vonavængjum þöndum,
veglausa geiminn hugarsjónum spannar.
Leitandans þrá, í holdsins fjötur færð,
keppir að verða fleyg að furðuströndum
fjarlægsta draumsins, þess, er sér og kannar
eindanna smæð og alverunnar stærð.
Sofandi barn á móðurarmi minnist
morgunsins fyrsta, þegar ljósið glóði.
Fullorðins þroska sagan óskráð innist
atvikaskýr í draumsins þagnarljóði.
Fortíðin segir sögu blóði ritna.
Síspurul nútíð hlustar eftir svörum.
Framtíðin krefur vægðarlausra vitna
valdið, sem ræður lífsins þrautakjörum.
Framtíðarherir dauðalausra dáða
djarfhuga svipta tímans rökkurhjúpi,
fagnaðarsöngvum örva lífsins æð.
Alúðarblærinn hressir særða og hrjáða.
Hrímfaxi laugar mön í yzta djúpi.
Skinfaxi stikar himinblámans hæð.
Draumheimatákn, sem engin vaka eyðir,
yfirlit hugans, framar þekktum slóðum.
skyn þitt er vald, sem opnar luktar leiðir
langvegu fjær því, sem við áður stóðum.
Blóðferill, genginn ótal aldaröðum,
auga það skelfir, sem til baka lítur.
vorsagan skráð á haustsins bleiku blöðum,
blekkingalíf, sem einskis þroska nýtur.
Lífsmyndir þær, sem andinn skynjar ofar
og utar þessum heli vígðu brautum,
ég sé í nálægð setja ragnadóm.
IJar brennur allt, sem engum þroska lofar.
en askur lífsins vex að himinskautum.
unz dauðans erfð er endurminning tóm.
Pétur Benteinsson frá
Grafardal-