Eimreiðin - 01.07.1942, Page 60
ÁKÁS AMUNDSENS
EIMIIBIÐIN'
23(5
svæði jarðarinnar, þar sem enginn lætur sig það skipta, en ti>im
að þessu hefur það ekki verið látið gilda um rannsóknarfei ðn •
Venjulega eru orð landkönnuðs um eitthvert land tekin algil^’
óhrekjanleg, af þeirri einföldu ástæðu, að hann hefur koniið
þangað og litið landið ineð eigin augum. Þegar tveir landkonn
uðir hverfa aftur heim frá sama landinu með alveg gagnstseoai
skoðanir, þegar annar segir, að það tsé gróðursnautt og hættukn
yfirferðar, hinn að það sé gróðursælt og unaðslegt, eru öll ^
indi til að almenningur haldi, að annarhvor þeirra hljóti áh
ljúga, eða að minnsta kosti fara með ýkjur.
Arum saman var því nokkurn veginn skipulögð herferð a
hendur Vilhjálmi til þess að brennimerkja hann sem lvgara. AH
margir menn sögðu, að hann hefði gengið vel frarn i PV1 1
gabba almenning og gera mikilmenni úr sjálfum sér, en þa
væri of lélegt afspurnar að láta slíkan svikara fá leyfi til þeSS ‘
„komast áfram með það“. Sjálfur hef ég nokkrum sinnuin hitt
menn, er sögðu, að þeir hefðu hitt menn, sem vissu nákvænileS3’
í hvaða Eskimóaþorpi Vilhjálmur hefði falið sig þann tínia aI s
ins 1914, sem inenn halda, að hann, ásamt þeim Andreasen o
Storkerson, hafi verið að ferðast á sleða úti á rekísnum. Slík11
kvittir gusu upp þétt og ört um tíma, en raunverulega konlU
þeir ekki opinberlega fram fvrr en árið 1928, er Roald Ainund-
sen gaf lit sjálfsævisögu sína.
Við áreksturinn milli Amundsens og Vilhjálms varð brestu1
mikill, því að þar rákust tveir risar á. Hvor um sig stóð freinst'
ur í flokki tveggja andstæðra kenninga i sambandi við rann-
sóknarferðir. Amundsen hafði oft verið lýst svo, sem hann væ’1
„síðasti vikingurinn". Hann var athafnamaður, lét sér aldiel
vaxa áreynslu né hættur í auguni, „tók staði“ og kom sínu 1
framkvæmd. Hann var hetja fjöldans í fyllsta skilningi, se111
ögraði náttúruöflunum, hló að hættunum, reiddi upp hnefann
gegn kulda og hungri, þegar það steðjaði að, og jafnan ,,k0111
öllu lram“. En i sama tákni var hann „Jeremías“ norðurvega>
var alltaf að kunngera auðnina og ördeyðuna þar.
Amundsen var með öðrum orðum hin mikla táknniynd
„hetju“-stefnunnar, á sama hátt og Vilhjálm bar hæst sem
fremsta mann „vitsmuna“-stefnunnar. Og þegar áreksturinn
kom, var það ekki árekstur milli tveggja manna, tveggja ein'