Eimreiðin - 01.07.1942, Side 101
ElMRElÐIN
ÚNDÍNA SKÁLDKONA
277
frændfólk silt, sem henni var ávallt svo hlýtt til. Og mér
Virtist, að rithönd hennar væri eins skýr og læsileg á síðustu
^réfunum hennar sem liinum fyrstu, er hun skrifaði mér
árið 1896. Hún var vel að sér i íslenzkum og enskum bók-
Hienntum. En á skóla gekk hún lítið eða ekkert. „Ég lærði
ensku — að lesa hana og' skrifa — hjálparlaust á frístund-
l*nuin, sem þó voru engar, nema helzt á sunnudögum," segir
liiin i einu af bréfum sínum, þar sem hún minntist á æskuár
sin i íslenzku nýlendunni í Muskoka i Ontario. En á þeiin
árum las hún af kappi ljóð þeirra Longfellows, Lowells,
By rons og Whitmans og leikrit Shakespeares. Og þar austur
í skógunum byrjaði hún að yrkja (á íslenzku) hin fögru og
týðu og elskulegu kvæði sín, undir nafninu ,,Úndína“. Á sið-
aH áruin mun hún hafa lesið allmikið af islenzkum bókuin
°g timaritum, sem dóttir hennar útvegaði henni. Og meðan
i^raftar hennar leyfðu, vann hún mikið að hannyrðum, því að
iiún var frábær hannyrðakona og hlaut oft hæstu verðlaun
u sýningum fvrir fagran útsaum og handavinnu og ýmsa sér-
itennilega muni, sem hún bjó til. En við Ijóðagerð fékkst hún
m3ög Htið, eftir að hún komst á efra aldur. — Ég heyrði góða
°8 greinda konu, sem kynntist Helgu persónulega á fyrri ár-
llm, segja það um hana, að hún hefði verið mikil fríðleiks-
ix<tna, stórgáfuð og höfðinglynd, og ávallt viljað af öllum mætti
’étta þeim hjálparhönd, sem áttu við bág kjör að búa.
Áívikvöld Helgu var hlýtt og bjart, því að börnin hennar
leýndust henni svo vel. Mér hefur verið sagt, að þau séu trá-
i'ærlega vel gefin, gáfuð og göfuglynd. I bréfi, sem Helga skrif-
aði niér eftir að hún hafði verið um tíma á sjúkrahúsi, árið
ii*40, segir hún: „Aldrei yfirgaf dóttir mín mig, nótt né cíag,
á nieðan ég var á hospitalinu. Ást hennar gerir meira en
iæknarnir til að lengja líf mitt.“
Éelga Steinvör var fædd að Litlu-Ásgeirsá í Húnavatns-
sýslu þann 4. dezember 1858. Hiin var aí góðu og gáfuðu
f°H<i komin í báðar ættir. Foreldrar hennar voru Baldvin
H^gason frá Skútustöðum við Mývatn, d. 1903), og kona hans
Soffía Jósafatsdóttir frá Stóru-Ásgeirsá í Húnavatnssýslu (d.
i'**i2). Rihöfundurinn góði, Jón Stefánsson (Þorgils gj‘all-
an<li) var bróðursonur Baldvins, og systur Baldvins voru