Eimreiðin - 01.07.1942, Page 102
278
ÚNDÍNASKÁLDKONA
eimiieiðin'
þær Þuríður, raóðir séra Árna Jónssonar á Skútustöðuni, °S
Friðrika, móðir Jóns alþingisinanns í Múla. En Jósafat (faðu
Soffíu, konu Ðaldvins) var sonur Tómasar stúdentsj seiu
kallaður var hinn lærði, og Ljótunnar Jónsdóttur, systur J(,nS
sýslumanns á Melum við Hrútafjörð.
Þau af systkinum Helgu, sem komust til l'ullorðinsara,
voru þessi: Ásgeir Vídalín, Jósafat Helgi, Baldvin Tryggvl’
Óli Pétur, Friðrika Soffía og' Jósefína Hólmfríður. Flest
þeirra syslkinanna tóku sér viðurnefnið: Baldwin. Af þenu
eru enn á lífi: Ásg'eir í Cainpbell River í British Coluinbia,
Baldvin Tryggvi í New Port í Oregon. ÓIi Pétur í Alberta-
fylki, og Friðrika, (sem er hjá systurdóttur sinni) í 'an'
couver, B. C. Öll voru þau systkini Helgu gáfuð og vel metm
af öllum, sem komust í kynni við þau. Óli Pétur, sem er yngsl'
ur þeirra systkina, stundaði nám við háskóla í Ontario °n
víðar og var í miklu áliti sem ágætur námsmaður og gá*11'
maður.
Helga fór vestur um haf með foreldruin sínum suniarið
1873 og var í Ontario þangað til 1881, að hún fluttist ti|
Norður-Dakota, og' var hún þá gift. Hún átti heima um thna 1
Manitoba og í Minnesota. En vestur á Ivyrrahafsströnd ni'111
hún hafa flutzt skömmu eftir aldamótin. Hún var tvígb t,
var fyrri maður liennar Jakob Jónatansson Líndal frá Mí®'
hópi í Húnavatnssýslu, en seinni maður hennar var Skúli Árm
Stefánsson Freeman, ættaður úr Skagafirði. Hún eignaðist
sjö börn. Af þeim eru tvö á lífi, þegar þetta er skrifað, l)íUl
Söffía (Mrs. H. F. Kyle) í Poulsbo, Wash., og Walter B. Free-
man, búsettur í Grants Pass í Oregon. Helga var í inörg ár 1
Poulsbo, hjá dóttur sinni, Soffíu, og þar andaðist hún Þanl’
23. október 1941. Hún var jarðsett í bænum Bremerton 1
Washingtonríki og var jarðsungin af séra K. Iv. Ólafson-
Eg hef lesið tvö fögur og ágæt kvæði, sem ort hafa verið
um Helgu (Úndinu skáldkonu). Annað þeirra er eftir I501'
stein Þ. Þorsteinsson, og birtist það í Timariti BjóðrækniS'
félagsins (23. ár), en hitt kvæðið er eftir Sigfús B. BenediclS'
son, og kom það í Lögbcrgi í vetur, sem leið.