Eimreiðin - 01.10.1945, Blaðsíða 37
eimreiðin
DRENGUR GÓÐUR
261
og engjarnar, en var á æskuárum mínum. Þó er svipurinn sá sami
** því öllu; í stórum dráttum er það liið sama. Líklega er það
svipað með fólkið sjálft. Hugsunarháttur og viðhorf þess er
kreytt, unga fólkið lítur öðrum augum á lífið en við gerðum á
okkar ungu dögum. Okkur finnst breytingin mikil, ef við getum
kaft ímyndunarafl til þess að liorfa aftur til æskuhugsana okkar.
ÍM að sjálfsögð u liöfum við líka tekið miklum breytingum.
En alltaf verður æskumaðurinn þó líkur og næsta kynslóð
áður var, í öllum höfuðdráttum. — Alltaf verða vandamál á
leið manna, torráðin mál og erfið. Fornsögurnar nefna hinar
niiklu konur drengi góða. Enn eru slíkar konur til vor á meðal.“ —
Ég vissi ekki vel, hvert Runólfur, vinur minn, stefndi með
þessu tali, en hugði helzt, að liann hefði í hyggju að segja mér
eitthvað um konu sína, sent ég vissi, að hann mat mjög mikils. —
Eftir lítillar stundar þögn liélt Runólfur áfram:
«Það er saga, sem mig liefur lengi langað til að segja þér, sér-
staklega nú, eftir að ég hef, sannast að segja, fundið þig aftur.
Ég veit ekki, hvort þú telur söguna merkilega, en ég geri það.
Og hún er sönn. — Þar sem allir aðiljar eru nú fallnir frá — og
atvik sögunar eru að mínu áliti engum til minnkunnar, langar
mig nú til þess að segja þér frá þessu, ef þú nennir að hlusta á
það.“
Ég sagðist auðvitað liafa gaman af að lieyra söguna, og hann
Eóf mál sitt:
ij'ósturforeldrar mínir, sem liér bjuggu á undan mér á Flug-
hömrum, voru ætíð og af öllum talin mikil merkislijón og þá
serstaklega hún. Hún var ljósmóðir og liafði fengið miklu meiri
menntun en flestar konur á þeim tímum, rneðal annars dvalið
erlendis um tveggja ára skeið. Þau voru bæði nokkuð fulloiðin,
or þaii giftust, og liafði Hákon áður húið með rnóður sinni, sem
Var ekkja Iiér úti í sveitinni, en Valgerður, fóstra mín, var ein-
^irni og erfði Flughamrana. Ég var systursonur Hákonar, og
dóu foreldrar mínir báðir úr landfarsótt, er ég var á fyrsta ári.
dóku þau lijónin á Flughömrum mig þá til fósturs og voru mér
^eztu foreldrar, og liafði ég aldrei af öðrum foreldrum að segja,
°m® og nærri má geta. En þau áttu engin börn saman. —•
Þetta er nú formáli sögunnar, en hún gerðist þegar ég var
eílefu ára gamall, eða réttara sagt, þá hófst hún — eitt liaust-