Eimreiðin - 01.10.1945, Blaðsíða 76
300
ELLIHEIMILIÐ
EIMREIÐIN
meira fyrir það hérna í plássinu en liefur verið gert til þessa.
Það fer ekki vel um það allt hér. Nei, ekki vel um það allt.
TÓMAS (í ræðutón): Já, ég skal fyllilega kannast við það,
Snorrasen, að þú hefur mjög mikið til þíns máls, og að það er
mikil þörf á að gera meira fyrir gamla fólkið, bæði hér og annars
staðar, en gert hefur verið. En um leið vona ég, að þú misvirðir
það ekki við mig, Snorrasen, enda þótt ég láti þá skoðun mína í
Ijós, að ég er af „principi“ — og engu öðru — frekar á móti
slíkum ráðstöfunum, eins og þessum, sem þú liefur í liuga. Það er
álit mitt, rökstutt og vel yfirvegað álit, að einstaklingarnir eigi
ekki að grípa fram fyrir hendurnar á ríkisvaldinu eða öðrum
stjórnarvöldum í slíku, eða yfirleitt að leggja á sínar lierðar byrð-
ar, sem að mínum dómi — og ég held að ég megi fullyrða einnig
þínum, Snorrasen — réttilega eiga að livíla á því opinbera.
SNORRASEN: Víst er það, Tómas, að það opinbera á helzt að
gera svona hluti.
TÓMAS: Já, og ég lít svo á, að ef einstakir menn, einstakir
hugsjónasamir og framtakssamir áliugamenn, vilja koma slíkum
eða svipuðum þjóðþrifafyrirtækjum í framkvæmd, þá eigi þeir
að rita um þau í blöðin eða fela þetta þingmönnum sínum til
þess, að þeir komi þessu til leiðar með áhrifum sínuin í héraði
eða á alþingi. Ég segi fyrir mitt leyti, að mér væri ánægja, inikil
og sönn ánægja, að beita öllum áhrifum niínuni, bæði hér og á
alþingi, til þess að hrinda því góða máli áleiðis, sem þú berð
fyrir brjósti, Snorrasen. Og ég mundi ekki draga dul á, hvaðan
hugmyndin væri sprottin, heldur þvert á móti leggja áherzlu á,
að það væri tengdafaðir minn sálugi — þú fyrirgefur, Snorrasen
-— sem fyrstur hefði vakið máls á þessu við mig og bent mér á
nauðsyn þess. Og að það hefði í raun og veru verið síðasta ósk
hans í þessu lífi að verða gamla fólkinu til blessunar með þessu
móti.
SNORRASEN: O, jæja, Tómas, o, jæja. — Þú kannt að tala —
—þú kannt að tala------talar vel------.
ANNA: Ég er viss um, að Tómasi mnndi lukkast þetta. Hann
hefur svo mikil álirif í flokknum. Og svo gætir þú, pabbi, reynt
að liugsa þér eitthvað annað að gefa peninga til. Það mundi líka
vekja mikla eftirtekt og vera skemmtilegt fyrir okkur, ef það
kæmi fram í þinginu. Þó að þú gæfir þetta, sem þú ert að hugsa