Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Page 30

Eimreiðin - 01.07.1947, Page 30
182 BYLTINGAMAÐUR EIMREIÐlN hafði stokkið fyrir hornið á sátunni. Hann sneri sér við og leit til þeirra, sem hömuðust við að koma upp heyinu kippkorn frá. Jörundur lagði frá sér hrífu og vettlinga. Hann tók báðuni höndum í buxnastrenginn og lötraði burt. Hann gekk í áttina til malargryfjunnar í hólnum. Nokkuð frá var óslegið gras. Jörundur óð hægt gegnum liáan puntinn. Ég horfði á eftir lion- um. Ósköp var liann smár að sjá, þegar hann vaggaði í grasinU eins og liann gengi á þilfari í miklum öldugangi. Svo livarf hann inn í gryfjuna. Rétt á eftir kom liellirigning. Á leiðinni heim skildi ég, að ég liafði verið sjónarvottur heimsviðburði. Framtíð mannkynsins. Ef gera slcal ráð fyrir, að rnannkynið eigi ragnarök í vændum, þá hefði getað spáð því fyrir nokkrum árum, að það yrðu Tliibetbúar og Eskimóar, sein einna líklegastir yrðu til að lifa af ósköpin. Dáðar þessar þjóðir liafa sem se til skamms tíma búið undir vernd einangrunarinnar. Með því á ég auðvitað við það, að þær hafa ekki verið í hættu fyrir því böli, sem mannleg glópsk3 og grimmd hafa búið lífinu á jörðu hér, enda þótt þær hafi verið háðar vaÓ' höfuðskepnanna fremur en flestar aðrar þjóðir. Mannkynið hefur síðan a miðri paleolithisku öldinni getað boðið liöfuðskepnunum hyrginn nægib’ra mikið til þess, að þær þyrftu ckki að verða því að fjörtjóni, ef ekki hefð1 komið til önnur og alvarlegri hætta — frá því sjálfu, liætta, sem nú er 3 góðuin vegi með að tortíma því. En nú er svo komið, að heimili Thibetbúa og Eskimóa eru ekki örugí! lengur, því að nú getum við flogið yfir norðurpólinn og Himalayafjöllin ®1119 og okkur sýnist. Og bæði Norður-Kanada og Thibet verða að líkinduB* orustusvæði í framtíðarstyrjöld milli Rússlands og Bandaríkjanna. Ef það á nú fyrir mannkyninu að liggja að glatast í eldi atómsprengna. Þa mundi ég helzt gera mér von um, að það yrðu svörtu dvergarnir í Mið-Afríku’ sem yrðu til þess að hjarga einhverri ögn af arfleifð mannkynsins, eins og l11111 er nú. Þeir kynnu að geta tekið upp þráðinn aftur. Að vísu liefðu þá aHjr framfarir mannkynsins um síðastliðið 6—10 þúsund ára skeið orðið að engu’ en hvað eru 10.000 ár í samanburði við þau 600.000 eða 1.000.000 ára, selU liðin eru síðan maðurinn hóf vegferð sína á þessari jörð? En svo er líka ckki með öllu útilokað, að okkur takizt að gera út við mannkynið allt, Afríkunegrana einnig. Arnold Toynbee prófessor í The Atlantic.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.