Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Page 36

Eimreiðin - 01.07.1947, Page 36
188 ÍSLAND — EYLAND KIMHEIÐtN Meðal erlendra þjóSa mun sú skoðun ekki vera óalgeng, að Island og Grænland liggi saman, Island sé nyrðra landið, en Grænland hið syðra, byggilegra. Flestum þjóðum er kunnugt, að Grænland byggja Eskimóar (Skrælingjar), og álykta þær því, að sami þjóðflokkur byggi Island. Með liliðsjón af því, sem upP" lýst var á fundi W. 0. T. P., að helmingur íbúa jarðar er ólæs og hinn belmingurinn illa lesandi, ætti enginn að þurfa að furða sig á þessu. Allur fjöldinn veit lítið eða ekkert um landið og þjóðina, lítur sjaldan eða aldrei á landabréf og gerir sér enga grein fyrir legu landsins, en dregur sínar ályktanir engu að síður, þegar liann lieyrir nafnið Island, sem vekur bugmyndir um í9 og auðnir. Varð ég þessa greinilega var á ferðalagi um Evrópu- lönd á milli heimsstyrjaldanna, enda gerði ég mér nokkurt far um að kynnast skoðunum manna í þessu efni. Munu margir útlendingar ætla, að ísland líkist mest auðnum heimsskautanna um náttúrufar, og hefur þó ekki þótt hæfa að velja neinu land- svæði á þeim slóðum nafnið ísland, heldur hafa þeim verið gefiu virðuleg nöfn. Smáþjóð getur átt framtíð sína og frelsi undir hagstæðu al- menningsáliti með öðrum þjóðum. Hið unga íslenzka lýðveldi ætti að hefja landkynningu með því að gefa landinu nýtt nafn, sem ætti sinn þátt í að bægja brott hleypidómum og röngum hugmyndum um landið og þjóðina. 1 sambandi við stofnun lýðveldisins kemur mér oft í liug blá- hvíti fáninn (hvítur kross í bláum feldi). Nú, þeg'ar liinu lang- þráða marki er náð —- fullt frelsi fengið — liygg ég, að margir myndi fagna því að mega liefja við hún og liylla sem löglegan hinn hrcina, fagra, bláhvíta fána, sem liugsjónarík æska fylkti sér um á öndverðri öldinni og Einar Benediktsson kvað um svo fagurlega. • Af því, sem hér hefur verið sagt, ætti engum að geta blandazt hugur um, að það getur varðað menningar- og fjárhagslegan velfamað þjóðarinnar um alla framtíð að breyta nafni landsins- Og þess má einnig geta, að ástæða hefur þótt og ástæða er til að breyta ýmsum bæjanöfnum. II. Nú má öllum ljóst vera, að ekki stoðar að leggja til að nafnið Island verði lagt niður, nema jafnframt sé unnt að benda a

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.