Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Page 41

Eimreiðin - 01.07.1947, Page 41
eimreiðin Brotnar vængir. Einn týndan dag bar leifturblæ af Iofti nni land og mó, og vonum jarðar bauð hann banadægur með bleikri ró. Og hljómgrunn fann I húmi daprar sálar sá heljarblær, því náttþungt andvarp leið frá bitru brjósti um bláloft tær. Nú gisti myrkur grafarþögia heima, og geigur rann, en sólhvít mær í suðri kynti elda og sindur spann. Og svanur flaug um silfurbláa vegu, í sumarblæ, um berghvöss fjöll með hamragrindum háum og heiðum snæ. Þú, svanur óðs, sem geymir von í vængjum og vor í söng, þú flýgur gegnum heiði dýrðardrauma um dægrin löng. Þú ryður braut og leitar gleymdra landa og lita óðs, þótt vafur tímans tefji sigurgöngu og tilgang ljóðs. Og ef þig hrekti einan, vegamóðan um yztu höf að ættarjarðar azúrbláu tindum með ísatröf, þá brciddu þína ljósu líknarvængi á lífs míns gröf. Jónatan Jónsson. \ 13

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.