Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Side 62

Eimreiðin - 01.07.1947, Side 62
eimreiðin Félagshugs j ónirnar og valdsóknin. Eftir Halldór Jónasson. Frjálsborgarastefnan er sú stefna, sem hin vestræna menning veltur nú á. Auðvitað er hugsjónin ekki ný, fremur en annað undir sólunni, að öðru leyti en því, að hún er nývakin viðleitni til gera hinar gömlu félagshugsjónir virkar, starfandi og stjórnandi á hinurn pólitíska vettvangi. Hingað til hefur það jafnan farið svo, að þær félagslegu hug' sjónir, sem felast í kristninni eða á hinu andlega sviði félagsmál- anna, í demókratíinu á vettvangi stjórnmála og jafnaðarstefnunm á efnahagssviðinu, hafa algerlega misst marks og orðið óvirki- legar. Þær náðu ekki tökum vegna valdsóknar liinna óstýrilátu og hálfblindu hvata daglega lífsins. Það urðu öfl valdsóknar og yfirráðagræðgi, sem náðu yfirtökunum. Þær rændu fánum, merkj- um og einkunnarorðum hugsjónanna, létust vera að berjast fvrir þeim, en notuðu þær aðeins til að safna sér fylgi og fóru síðan sínar eigin götur. Til þess að ná yfirráðum og lialda þeim, stefmr valdsóknin jafnan á hin nærliggjandi, sýnilegu og girnilegu mark- mið, sem liggja ýmist liægra megin eða vinstra megin við braut eðlilegrar lífsþróunar. — Það er gegn þessu grófgerða siðleysi ■ undirokun og fölsun hugsjónanna í þágu valdsóknarinnar —- a^ hin nýja frjálsborgaralireyfing ræðst, og má sannarlega ekki seinna vera. Elzta og þekktasta dæmið um undirokun kristninnar er þa^’ þegar Konstantínus mikli gerði tákn krossins að merki sinu- Margir árásarmenn og ofbeldisstefnur hafa tekið og lögfest kristna trú í sama skyni. Og nú síðast er Stalín sagður að vera að íhuga> hvort liann muni ekki standa sig bezt við að sæma Krist titli hin® fyrsta kommúnista og þjóðnýta rússnesku kirkjuna, eða a. m- k- hætta að ofsækja hana. Reynslan sýnir, að á meðan kirkjan lieldur sér stranglega fyrir innan takmörk söngs og prédikana, þá er hun

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.