Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1947, Side 64

Eimreiðin - 01.07.1947, Side 64
216 FÉLAGSHUGSJÓNIN OG VALDSÓKNIN eimreiðiN ekki alltaf ósigurinn vís. Því að það stig, sem þroski einstaklings- ins hefur þegar náð, er einmitt að þakka sigri andans, mætti sköpunaraflsins. Hvers vegna ættum vér ekki með hjálp þessa afls að geta lagað og endurbætt vorar mannlegu samfélagsheildir og náð eitthvað líkum þroskastigum þeim, sem vér liöfum eygt álengdar í áðurnefndum liugsjónahillingum frumkristninnar, frumþjóðríkisstefnunnar og frumsósíalismans? — Jú, vissulega! Og það því lieldur, sem vér sjáum mörg merki um framfarir í félagsþróun á öllum tímum sögunnar, Jiótt hnignun og upplausn sé einnig til. Mörg gömul einvaldsríki eru all-eðlilegar lífslieildir miðað við þroska sinna þjóða. Þeim ber þó helzt að líkja við skeldýr með köldu blóði. Vestrænum þjóðum hefur nú fundizt þær hafa náð þeim Jiroska, að þær mættu varpa af sér 6kelinni og hafa þegar gert það. Flestum liefur samt orðið svo bumbult við umskiptin, einkum þeim, sem lentu í lýðræðinu, að þær liafa orðið því fegnastar að fá að skríða aftur í skel sína um hríð.^ Aðrar voru betur undirbúnar — áttu lil það mikið sjálfstæðra líffæra, að þær gátu að ýmsu leyti farið að haga sér eins og skepnur með stóra heila, innri beinabyggingu og heitu hlóði. Fremstir á þessari nýju leið — hinni demókratísku eða þjóð- ræðilegu þróunarleið — eru Bretar. Hverju sem menn trúa um samband þeirra við hina fornu ísraelsmenn (sbr. tímaritið „Dag- renning“) mega þeir skoðast hliðstæðingar þeirra nú á dögum: — Drottins útvalin þjóð, ásamt þeim öðrum þjóðum og inönnuni, sem ala samskonar félagshugsjónir og finna í sér hugrekki og mátt til að gera þær virkar og starfandi. 1 fyrri grein minni (EIMR. 1. h. þ. á.) hefur verið drepið á hinn brezka kjarna frjálsra þjóðborgara, sem ekki láta sér nægja að syngja messur um hugsjónir sínar, heldur hafa þegar bæði sáð og uppskorið. Þeir hafa gert demókratísk kraftaverk bæði heima fyrir og í heimspólitíkinni. Þau hafa leitt til sigurs í tveimur heimsstyrjöldum og nýrrar vonar fyrir framtíð vest- rænnar menningar, sem margir voru orðnir vondaufir um. Síðar mun ég ef til vill í sérstakri grein minnast á þær frjáls- borgaralegu hreyfingar, 6em farnar eru að gera vart við sig í ýmsum löndum Evrópu.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.