Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.04.1953, Blaðsíða 14
86 VIÐ ÞJÓÐVEGINN EIMREIÐI^ flokks. Áhugi fyrir því er vakandi um ailt land. Undanfarið hefui- staðið yfir skoðanakönnun um það á vegum Fjórðungssambands Austurlands. Allir landsmenn þurfa að taka höndum saman urn að leysa það farsællega og til heilla fyrir land og lýð á ókomnun1 árum og öldum. Um landvarnamálin féllu mörg orð og þung í kosningahríðinnii og hefðu sum þeirra betur verið ósögð. Ekki af því, að þau væru svo ákveðin og raunhæf, heldur vegna getsakanna og óhróðursins. Oss hættir við að verða stórorðum í stjórnmálaviðræðum, en ekki að sama skapi raunsæir í orðum og æði, þó að til séu heiðarlegar undantekningar. En allt of oft má ekki nefna hlutina réttum nöfnum, né segja með skýrum og ótvíræðum orðum, hvað mönnurn býr í brjósti, heldur þreifa fyrir sér, slá úr og í, láta í veðri vaka, en varast að flytja mál sitt af hreinskilni og fullrl Land- einurð. Gefst þá löngum færi á að afneita eigin orð- varnir. um> se9ja aðra þýðingu þeirra en í þau kunna að hafa verið lögð, hylja sjálfa sig rykskýi ræðumennsk- unnar, líkt og kolkrabbar hylja sig bleki sínu. Þetta er af ýmsum álitið viturlegt, í ætt við hina æðri stjórnvizku og nefnist á hrogna- máli: „diplómatí". En stundum getur þessi „diplómatí" orðið hrösunarhella. ÞeiG sem beita henni mest, eiga á hættu, að í orð þeirra verði lögð all* önnur þýðing en sú, sem þeir vilja við kannast, að rétt sé, og verður af margs konar misskilningur og erjur, sem oft geta staðið árum saman. Ekki ber minnst á þessu, þegar um vandasöm stór- mál er að ræða, eða þegar brýna nauðsyn ber til að segja fólkinu hreinan og beinan sannleikann umbúðalaust. Varla höfðu þeir ráðherrarnir, Hermann Jónasson og Ólafur Thórs komið á þrykk hugleiðingum sínum, nú um áramótin síð- ustu, viðvíkjandi eigin landvörnum, er andstæðingarnir ruku upP og fóru mörgum ófögrum orðum um þá varmennsku, að láta sér koma til hugar jafn óguðlegt athæfi og innlenda landvörn. Vissulega var hér á ferðinni hætta. Og nú um skeið hafa ræður manna snúizt ótrúlega mikið um það eitt, að hvítþvo sig og sína af þeim glæp, að vilja verja sitt eigið föðurland. Eitt blaðanna taldi, að nú ætti að fara að safna íslendingum saman til að drepa menn — og fylltist eðlilega viðbjóði yfir slíkri varmennsku. Aðrir taka undir, og fundir eru haldnir og ályktanir gerðar af mikill1 mælgi. En á meðan allur þessi hráskinnaleikur er háður, veit hver einasti maður í landinu, sem kominn er til vits og ára, að til þess getur komið — og það ef til vill áður en varir — að verja þurfi land vort, og að engum stendur það nær en oss sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.