Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Page 34

Eimreiðin - 01.04.1953, Page 34
HALLDÓR STEFÁISSSOIS: Yfirlitssaga skógvaxtar á íslandi. Skógviður á sitt uppvaxtarskeið, þroskaaldur, ellimörk og aldurtila sem annar gróður jarðar. Er svo talið, að hámarks- aldur birkiskóga sé um það bil 150 ár. Margt ber til þess, að skógviður nær ekki ávallt ásköpuðum hámarksaldri. Er þar til að nefna sjúkdóma, náttúruhamfarir ýmis konar, skógarbruna og skógarhögg fyrr en náð sé fullum aldri. Fjárbeit hamlar einnig uppvexti nýgræðings, eðlilegunr vexti skógar og útbreiðslu skóglendis, en veldur ekki aldurtila birkis, sem komizt hefur yfir uppvaxtarstigið. Elztu heimildir um vöxt skógviðar á landi hér er að finna > Islendingabók Ara fróða. Þar er svo að orði kveðið, að í upphafi íslands byggðar hafi landið verið viði vaxið milli fjalls og fjöru- Þegar Ari ritar þetta var liðið á þriðju öld frá landnámstíð- Frásögnin ber það með sér, að þá hefur víðlendi skóglendis verið farið að dragast saman. Sama kemur fram í fornsögunum, sem ritaðar voru á 13. og 14. öld. Fjölvíða er þess getið, að skógar hafi verið meiri á söguöld en á tímum söguritunarinnar. Er þá jafnan talað um skóg, en ekki við, sem í vitnisburði Ara. Fyrir ritun Ara hafði orðið skógarbruninn í Bláskógum, seiu getur í ölkofra þætti. Frásögn Ara er óljós og ónákvæm. Hann talar um viðarvöxt, en ekki skógarvöxt. Umsögn hans verður því að teljast taka til allra tegunda viðar, birkis, víðis og fjalldrapa. Víst má telja, að þessar viðartegundir hafi að samanlögðu verið mjög útbreiddai' á láglendi. Eyður hafa verið aðeins þar, sem ekki eru skilyrði til vaxtar einhverrar þessara viðartegunda. Miðað við náttúrufar landsins og vaxtarskilyrði viðartegunda er það líklegt, að á berangri öllu hafi vaxið kjarrbirki, víðir og fjalldrapi, en eiginlegt skóglendi hafi verið þar, sem skjólsælla

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.