Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.04.1953, Blaðsíða 36
108 YFIRLITSSAGA SKÓGVAXTAR ElMnEIÐIP' Upplýsingar jarðabókarinnar ná til landsins alls nema Austui'- lands; handritið af lýsingu jarða þar glataðist. Veitir jarðabókii' því engar upplýsingar um Hallormsstaðaskóg og aðra skóga aust- anlands. Hálfri öld siðar ferðuðust þeir um landið Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson. Meðal annars, sem þeir kynna sér, er vöxtu1, skóga og skóganytjar fyrr og síðar. Birkitegundir telja þeir tvser, skógarbirki og kjarrbirki. Auk þess nefna þeir reyni, fjalldrap3 og víði. Stórvaxnasta birkið er notað sem húsarefti, hið smávaxH' ara, ásamt limgreinum af raftbirkinu, er haft til kolagerðar og eldsneytis, fjalldrapinn er rifinn til eldsneytis. Stórvaxnastir eru Húsafellsskógur og Fnjóskadalsskógur. Hall' ormsstaðaskóg nefna þeir ekki sérstaklega, hvorki í þessu sarn- bandi né öðru. Virðist sem hann hafi þá ekki verið hinum jafu stórvaxinn. Stærstu trén i Húsafells- og Fnjóskadalsskógi eru —12 álna há, miðlungstré 4—6 álnir. Gildleiki hærri trjánna er líkur sem handleggur, hinna minni, 3—4 þumlungar í þver- mál. Smávaxnari skóga geta þeir hér og þar um Borgarfjarðar- hérað, í Mýrasýslu, á Barðaströnd, í dölum á Vestfjörðum, a Árskógsströnd og í Laufássókn, Ásskógs í Kelduhverfi, á Jökuldal og um Fljótsdalshérað víða, á Búlandsnesi, í Hornafjarðarhéraði austanverðu, vestast í Öræfasveit, á Síðu og í Þingvallahrauni- Víðlendi Húsafellsskógar telja þeir: Lengd nálægt 1 míla og breidd um mílufjórðungur, það er skógur megi kallast. Er svo að skilja, sem smáskógur hafi verið allmiklu víðfeðmari. Segja þeir Húsafellsskóg þriðja stærsta skóglendi á landinu, en geta ekki um, hver hin hafi verið. Líklega hafa þau verið Fnjóska- dalsskógar og Hallormsstaðaskógur með öðru nálægu skóglend1 um Austur-Hérað. I Húsafellsskógi og á Staðarhraunseyrum geta þeir um fauskatré. Á síðarnefnda staðnum segjast þeir hafa árið 1754 séð fjöld „hvítra, skininna birkitrjáa“, hafi þar að sög11 kunnugra verið fagur, beinvaxinn stórskógur. Er það eitt dæm1 þess, að skógaauðn hefur orðið hér á landi af fleiri orsökum en áníðslu ábúenda jarðanna. Skógar telja þeir, að hafi verið miklu stórvaxnari fyrr á öld' um. Til marks um það segja þeir, að 100 árum fyrr hafi verið svo hávaxin tré i Fnjóskadal, að stofn þeirra upp til hliðargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.