Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Page 52

Eimreiðin - 01.04.1953, Page 52
124 RÚSSNESKAR BÓKMENNTIR eftir hann þegar eftir að hann fluttist heim, var Minningar hús dauðans, þar sem hann lýsir lífinu í fangelsum Síberíu a átakanlegan og raunsæjan hátt. Blómatímabilið á skáldskaparferli Dostojevskys hefst með bóK' inni Minningar frá undirheimum, og síðan koma frá hans hend1 hinar fjórar miklu skáldsögur hans. Glæpur og refsing, Fábjánin’1' Hinn djöfulóði og Bræðurnir Karamazov. Enginn rithöfundur heí' ur fyrr né síðar lýst umbrotum og ólgu mannlegrar sálar á jal11 áhrifaríkan og stórfenglegan hátt eins og Dostojevsky gerir í þesS’ um fjórum skáldsögum: sálarkvölum stúdentsins RaskolnikoV, 1 „Glæp og refsing“, sem myrðir okrarann ósvífna, til þess al' sýna manndóm sinn, en rankar við sér og vitkast í sturlan siu111 fyrir áhrif frá skækjunni Sonju Marmeladova, sem er heilög k°na þrátt fyrir lifnað sinn; Mishkin prinsi, í sögunni „Fábjánin11 ’ sem tærist upp af ást og tvær konur berjast um upp á líf dauða; ofurmenninu Stavrogin, í sögunni „Hinn djöfulóði", Dimitry, í „Bræðrunum Karamazov", sem brennur af aðdáun ‘1 fegurð og góðleik, mannhataranum Ivan, sem neyðist til að jára; að vitsmunirnir séu ekki einhlítir til að vísa mönnunum veginn 1 lífinu, og hinni guðdómlegu Alyosha. Á þessum árum komu einnté út eftir hann þrjár styttri sögur: Fjárhættuspilarinn, Eiginmaðijr inn eilífi og Óhrjáleg æska. En það eru hinar fjórar löngu sögul hans, sem hafa gert hann ódauðlegan í heimsbókmenntunum, enó3 hafa áhrif hans á skáldsagnagerð síðari tíma orðið stórkostl^' Ekkert hinna meiri háttar rita Dostojevskys hefur komið út í lS lenzkri þýðingu nema „Glæpur og refsing“, sem Vilhjálmur Gíslason þýddi og Þorsteinn Gíslason hóf að gefa út árið 1930. Tolstoy og Dostojevsky skara langt fram úr samtíðarmönnul11 sínum úr flokki rússneskra rithöfunda, en sá flokkur var allfj0 mennur. Næsta skáldakynslóð eftir þá skörunga, sem fæddir vorl1 á árunum 1810—1830, var ekki tiltakanlega frjó í hugsun. Bezfl1 var rann' n- 1 voru Narodnik-rithöfundarnir svonefndu, en úr þeirra hópi Gleb Ivanovich Uspensky (1840—1902), sem ritaði mjög sæjar sögur úr lífi rússneskra bænda. Eftir morðið á Alexander 1 Rússakeisara varð bylting í rússneskum bókmenntum. Gömlu hn undarnir hurfu úr sögunni, og nýjar stefnur taka að bæra á s°r Tveggja höfunda ber þó enn að geta frá þessu tímabili. Það e Gal' þeir Vsevolod Mikhajlovich Garshin (1858—88) og Vladimir aktionovich Korolenko (1853—1921). Hér á landi er KoroleR1'. kunnur fyrir bókina „Sögur frá Síberíu", sem út kom í Bókasa1 ^ alþýðu árið 1897 og söguna „Blindi tónsnillingurinn“, sem út

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.