Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Page 54

Eimreiðin - 01.04.1953, Page 54
126 RÚSSNESKAR BÓKMENNTIR ákveðnum stefnum, svo sem Marxismanum. Þeir höfðu orðið fyr^ áhrifum frá frönskum bókmenntum, en sóttu þó söguefni sín 1 rússneskt þjóðlíf, rússneska siði, venjur, trúarstefnur og atvinrR1' háttu. Þeir höfðu bætandi áhrif á bókmenntirnar frá tæknileS11 sjónarmiði og víkkuðu sjóndeildarhring sinn út um allt hið víð' lenda keisaradæmi, í stað þess að eldri rithöfundar höfðu einkun1 sótt söguefni sín til stórborganna rússnesku og héraðanna í grenn^ við þær. Meðal þessara höfunda var skáldið Dmitry Sergejevich Merezh' kovsky (1866—1942), sem ritaði skáldsagnaflokkinn Kristur Anti-Kristur. I þessum skáldsagnaflokki eru þrjár skáldsögur' Dauði guðanna, Upprisa guðanna og Pétur og Alexis. Dauði guðanna kom út í íslenzkri þýðingu árið 1943, undir nafn' inu Þú hefur sigrað, Galilei, og Upprisa guðanna kom út á ís' lenzku 1945, nokkuð stytt, undir nafninu Leonardo da Vinc'' Björgúlfur læknir Ólafsson þýddi báðar. Þá má ennfremur nefna symbólistana Vladimir Sergejevi^1 Solovjev (1853—1900), sem orti dularfull ástaljóð til vizkunn31 í mynd hins eilífa kveneðlis, og Aleksander Aleksandrovich Bl°^ (1880—1921), sem einnig tilbað hið dularfulla í eðli konunnar’ en færði síðar þessa tilbeiðslu sína yfir á sjálfa ættjörðina, hiua miklu móður, Rússland, líkt og rómantísku skáldin hér á lan^1 sungu Fjallkonunni lof og dýrð í ljóði. Á árunum næstu fyrir stjómarbyltinguna fjölgaði mjög steÚ1' um í skáldskap Rússa. Andstæðingar symbólistanna voru pósiti''' istamir undir forustu skáldsins N. S. Gumilev (1886—1921). ^ sömu stefnu telst einnig Anna Akhmatova, sem talin heful verið mesta skáldkona Rússa, og O. E. Mandelstam. Enn ^ nefna ego-fúturistana, sem gerðu lóðlistina að skrípi, til að sýf9 gerspillta menningu borgaranna, og ennfremur má nefna hreyfino11 þá, sem kennd var við skáldið Kruchonykh og beindist aðallega a Ijóðleik með orð, án þess að nokkur meining fylgdi. Fúturismif11 lifði sitt blómaskeið eftir byltinguna, fyrir forgöngu skáldsin* Vladimir Majakovsky, sem fékk allmarga áhangendur um skel‘ meðal rússneskra skálda. Majakovsky þrumaði gegn hinni rússnesku menningu og hóf til skýjanna ráðstjórnarfyrirkomula£ ið. Hann orti ljóð um fimm ára áætlunina í anda samtíðar sinnar og tók mikinn þátt í bókmenntadeilum. Hann skipaði sér algerle?3 í hóp þeirra, sem lofsungu byltinguna, en var þó of mikill einstakl ingshyggjumaður til að geta sætt sig við afleiðingar hennar framdi sjálfsmorð árið 1930.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.