Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1953, Side 64

Eimreiðin - 01.04.1953, Side 64
136 JÖI-DI-DI-JÁ Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.“ Rödd hans er hrein og skær og hlý. Hún hljómar svo einkenH1' lega einmana, saklaus og undrabljúg út í rökkurblátt skam111' degiskvöldið. Síðan rís hann á fætur, hissar bagganum haerT3 upp á bak sér og heldur af stað ofaneftir. Nú er bjart yfir hoU' um. Og honum liður vel.-------------- Heimá á bænum undir Hálsinum var honum ætíð vel tekið- Hann var meinlaus aufúsugestur. Það fylgdi ætíð friður ta$ honum. Fréttafróður var hann þó ekki. Vissi í rauninni marg* og veitti öllu tali eftirtekt með athygli og næmum skilningi. E11 honum var að mestu máls varnað sökum þess, hve hann ra1 óumræðilega stamur. Svo málhaltur var hann, að orðin stóð11 beinlínis föst í hálsi hans og munni. Krampadrættir fóru 1110 öll talfæri hans, óðar en hann opnaði munninn, og jafnvel áður- Hann hjó og stritaði og streittist við að koma upp orðum, svipur hans umhverfðist gersamlega og hvarf í myrkviði a\ hrukkum, viprum og grettum um allt andlit hans. Honum lel^ bersýnilega illa, og þetta var honum þjáning og kvöl. Og eX einhver heimamanna gat loks getið í eyðumar og fyllt háHa eða nær heila setningu, slitrótta og sundurtætta, sem Jói hafðJ barizt við langa hríð, brauzt bjartur svipur hans og barnsleg111 fram úr myrkviði málheltinnar, og gleðin ljómaði gegnum allal viprur, grettur og hrukkur á veðurbörðu andliti hans. Og djúp1 neðan úr hálsi hans brauzt fagnandi og gleðiþrungið samþykk1 hans og viðurkenning um, að rétt væri botnað: — di-di-/17 Þannig lauk stríði hans í bráð og færði honum hvíld og fr1^' Engum hugkvæmdist að láta hann syngja út gleði sína og sorg- skilaboð og fréttir. Hefði það þó óefað gengið reiprennandi skemmtilega! Fréttir Jóhanns urðu því sjaldan annað né meira en þetta þakksamlega samþykki hans á „getraunum“ og spurning11111 heimamanna, þar sem hann bar að garði. En með náinni kyi111' ingu og velvild varð komizt furðu langt áleiðis á þeirri torfss1'11 braut. Og Jói-di-di-já var ávallt velkominn. Okkur börnun11111 öllum þótti vænt um hann, einhvern veginn ósjálfrátt. Ha1111 var trúr og dyggur og bamslega einföld sál og saklaus. Ég 111311

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.