Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 18

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 18
170 UPPHAF ERKISTÓLS 1 NIÐARÓSI eimreidiN Albínó. Hann var af enskri ætt og hafði hafizt til mikils vegs í Róm sakir frábærra hæfileika og dugnaðar. Var hann að lokum kjörinn páfi haustið 1154, og er hann eini Englendingurinn, sem setið hefur á páfastóli. Nikulás kardináli neytti þess, að konungdómur stóð höllum fæti í Noregi, og innleiddi nýja siðu innan norsku kirkjunnar- Slíkt var auðvitað óhjákvæmilegt, þar sem norska kirkjan fékk sinn eigin erkibiskup og heyrði uppfrá þeirri stundu páfastóln- um til. Hin forna kirkjuskipun Noregs var þannig, að konungur lands- ins var í raun réttri yfirmaður kirkjunnar, biskupamir voru konungkjörnir, en prestarnir þjóðkjörnir. Allur þingheimur var löggjafi, og búandmenn voru dómarar í málum kirkju og kristni. Slíkt fyrirkomulag var þá löngu úrelt og úr sögunni annars staðar í Evrópu, og páfastóllinn kærði sig ekki um að viðhalda slíku ástandi, sem þverbraut allar venjur og reglur heilagrar kirkju. Ösennilegt er, að Noregskonungum hafi verið það ljóst, hve víðtækar brejúingar undanlátssemi þeirra í kirkjumálunum hlaut að hafa í för með sér, er fram liðu stundir. Þegar Nikulás kardínáli hafði fengið þvi framgengt, sem hann taldi mestu varða, vígði hann Jón Birgisson, biskup i Stafangri, til erkibiskups í Niðarósi og afhenti honum það pallíum, sem hann hafði haft með sér frá Rómaborg. Pallíum er embættistákn erkibiskupa, er það þriggja þurnl- unga breiður hvítur ullarkragi, skreyttur svörtum krossmörkum- Er það ofið úr ull vigðra sauðkinda, og fást nunnur i klaustri einu í nánd við Róm við þá tóvinnu. Fylgch pallíið eiganda sínum í gröfina, og varð þvi hver nýr erkibiskup að sækja pallí' um sitt í páfagarð og greiða það með ærnu fé. Voru þetta drjúg- ar tekjur í fjárhirzlu páfa. Er Jón erkibiskup Birgisson var vígður i Kristskirkju í Niðar- ósi á því herrans ári 1152, var þar saman komið hið mesta stór- menni. Þá flutti Einar prestur Skúlason þar kvæði sitt „Geisla* mn Ólaf hinn helga fyrir konungunum þremur, kardínálanum, erkibiskupi, biskupum, höfðingjum, klerkum og allri alþýðu. Nikulás kardínáh dvaldi um hríð í Noregi og skipaði kirkj- unnar málum. Harrn grundvallaði kirkjuvaldið í Noregi, og fór

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.