Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 18
170 UPPHAF ERKISTÓLS 1 NIÐARÓSI eimreidiN Albínó. Hann var af enskri ætt og hafði hafizt til mikils vegs í Róm sakir frábærra hæfileika og dugnaðar. Var hann að lokum kjörinn páfi haustið 1154, og er hann eini Englendingurinn, sem setið hefur á páfastóli. Nikulás kardináli neytti þess, að konungdómur stóð höllum fæti í Noregi, og innleiddi nýja siðu innan norsku kirkjunnar- Slíkt var auðvitað óhjákvæmilegt, þar sem norska kirkjan fékk sinn eigin erkibiskup og heyrði uppfrá þeirri stundu páfastóln- um til. Hin forna kirkjuskipun Noregs var þannig, að konungur lands- ins var í raun réttri yfirmaður kirkjunnar, biskupamir voru konungkjörnir, en prestarnir þjóðkjörnir. Allur þingheimur var löggjafi, og búandmenn voru dómarar í málum kirkju og kristni. Slíkt fyrirkomulag var þá löngu úrelt og úr sögunni annars staðar í Evrópu, og páfastóllinn kærði sig ekki um að viðhalda slíku ástandi, sem þverbraut allar venjur og reglur heilagrar kirkju. Ösennilegt er, að Noregskonungum hafi verið það ljóst, hve víðtækar brejúingar undanlátssemi þeirra í kirkjumálunum hlaut að hafa í för með sér, er fram liðu stundir. Þegar Nikulás kardínáli hafði fengið þvi framgengt, sem hann taldi mestu varða, vígði hann Jón Birgisson, biskup i Stafangri, til erkibiskups í Niðarósi og afhenti honum það pallíum, sem hann hafði haft með sér frá Rómaborg. Pallíum er embættistákn erkibiskupa, er það þriggja þurnl- unga breiður hvítur ullarkragi, skreyttur svörtum krossmörkum- Er það ofið úr ull vigðra sauðkinda, og fást nunnur i klaustri einu í nánd við Róm við þá tóvinnu. Fylgch pallíið eiganda sínum í gröfina, og varð þvi hver nýr erkibiskup að sækja pallí' um sitt í páfagarð og greiða það með ærnu fé. Voru þetta drjúg- ar tekjur í fjárhirzlu páfa. Er Jón erkibiskup Birgisson var vígður i Kristskirkju í Niðar- ósi á því herrans ári 1152, var þar saman komið hið mesta stór- menni. Þá flutti Einar prestur Skúlason þar kvæði sitt „Geisla* mn Ólaf hinn helga fyrir konungunum þremur, kardínálanum, erkibiskupi, biskupum, höfðingjum, klerkum og allri alþýðu. Nikulás kardínáh dvaldi um hríð í Noregi og skipaði kirkj- unnar málum. Harrn grundvallaði kirkjuvaldið í Noregi, og fór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.