Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 20

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 20
172 UPPHAF ERKISTÖLS í NIÐARÓSI eimreiðiN munns og gerði kröfu til ríkis í Noregi. Hélt hann því fram, að það væri ekki kirkjan, heldur drottinn sjálfur, sem gæfi konungs- syni við fæðingu rétt til konungdóms, og þann rétt gæti enginn frá honum tekið né haft umráð yfir. Sverrir Sigurðsson var eins konar norskur Hohenstaufi, sem hélt fram hinum guðdómlega rétti konungdómsins, óháðum valdi og áhrifum páfa og kirkju. Þessi stórmerki maður varð þannig einn af oddvitum nýrrar stefnu í Evrópu. Urðu nú flokkadrættir miklir í Noregi, og nefndist flokkur Sverris Birkibeinar, en kirkjusinnar nefndust Baglar. Fóru leik- ar þannig, að Sverrir vann konungdóm, en Eysteinn erkibiskup flýði úr landi og stökk til Englands, og bannfærði hann þai' Sverri konung. Seinna sættust þeir þó, erkibiskup og konungur, og sat Eysteinn á friðstóli það sem eftir var ævinnar, önnum kafinn við smíð hinnar miklu dómkirkju í Niðarósi. Kórsbræður í Niðarósi kusu sem eftirmann Eysteins Eiiík Ivarsson. Hafði hann verið við nám í Paris og var harðvítugm baráttumaður, þótt eigi væri hann jafnoki Eysteins. Skarst brátt í odda með þeim erkibiskupi og konungi, því að hvorugur vildi láta hlut sinn. Lauk svo þeim viðskiptum, að erkibiskup flýði land. Fékk hann því að lokum til leiðar komið, að Coelestín páfi þriðji bannfærði Sverri árið 1194. En það sama ár höfðu fjórir hinna norsku biskupa krýnt Sverri í Björgvin- Þegar er fregnir bárust um það til páfagarðs, bannfærði páfi þessa fjóra biskupa „vegna þess, að þeir framkvæmdu þann óheyrilega verknað að krýna bannfærðan klerk til konungs". Árið 1198 settist Innocentíus þriðji á Pétursstól. Undir stjórn þessa viljasterka og stórbrotna páfa komst páfadæmið á hátind valda og vegsemda. Hann lét svo um mælt, að páfinn væri jarl guðs á jörðunni, „meiri en maður, en minni en guð“. Þetta kirkjunnar tröll greip strax inn í deilu Sverris konungs og erkibiskupsins í Niðarósi og lýsti interdictum generale eða allsherjarbanni yfir gervöllum Noregi. Kirkjan hafði þrjú megin- vopn í höndum til þess að halda aga innan sinna vébanda; það voru: fésektir, bannfæringar og allsherjarbann. Fésektum var beitt gegn hversdagssyndum, og hafa þær vafalaust verið aU- áhrifamiklar. Bannfæring hin minni og meiri var notuð til að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.