Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Page 9

Eimreiðin - 01.10.1953, Page 9
EIMREIÐIN VALTÝR Á GRÆNNI TREYJU 245 íyrir sér, hvort rengingar á sannfræði sögunnar nú á tímum geta staðizt, hvort gamla fólkið, sem sagði þessa sögu í gegnum 2—3 ®ttliði, gat hafa búið hana til, eða fært til aðra fjarlægari sögu a nærri tíma með viðeigandi breytingum, svo að hér verði mann- fræði tímans, sem hún á að hafa gerzt á, eðlilega ekki til staðar. Slíkt gat skeð, og munu finnast dæmi um og þá helzt ævintýra- s°gur, sem aldrei hafa verið vel virkilegar í hugum manna. Hér er því naumast um slíkt að gera, því að sagan er í öllum anda hin virkilegasta og minjarnar (beinin) ólygin teikn um mann- legan atburð. Ég er fæddur og upp alin í þeim fjórðungi, sem saga þessi gerðist, Austurlandi, og á þeim tíma, sem hver maður, er kominn var til vits og ára, vissi um atburði þessarar sögu, svo sem um getur verið að ræða, er maður segir manni frá. Ég tek það til hffima, sem næst mér er, mitt fólk, sem ég hef trúað um svo mörg fræði, sem það hafði á tungu, og ólogin, er mér hefur síðan reynzt. Þetta fólk á Austurlandi staðbatt auk heldur atburðinn Vlð vetur, svokallaðan Valtýsvetur. Það vissi, að hann var 1754 °g olli felli og manndauða. Þetta hafði Valtýr sagt fyrir, er hann gekk í snöruna, og það er óhugsandi, að þetta nafn hefði komið UPP á þetta harðæri, hefði ekki minnisamur atburður, sem snerti einhvern Valtý, orðið um leið eða í byrjun þess. Þessa fræði um yeturinn hafði uppi fólk ekki síður á Vopnafirði en Fljótsdals- héraði, þar sem atburðurinn gerðist. Má af þessu marka, að víða Þekktu menn til sögunnar, og hver maður, sem nefndi Valtýsvetur, Vlssi af hverju nafnið var dregið, meira eða minna ljóst. Sögu- Vltneskjan um Valtý var almenningseign fram til síðustu alda- móta, en margra eftir það, og eftir hinum venjulegu leiðum, að maður sagði manni frá. Ef litið er aftur á móti á það, hvað Sagan fór margra á milli í þessari gjörð, má benda á þetta: Amma t*1111, Margrét Sigurðardóttir á Geirólfsstöðum, var mikil fróð- Jeikskona, svo jafnað var til og í vitnað um það, sem langt bar af. Éún var fædd snemma árs 1824. Amma hennar var Margrét Jóns- hóttir pamfíls, hálfsystir Hermanns í Firði. Hún var fædd á Tókastöðum í Eiðaþinghá 1766 eða 3 árum fyrr en hinn seinni Valtýr var af lífi tekinn. Hún lifði til 1852 og voru þær nöfn- Urnar lengi saman á Mýrum í uppvexti þeirrar yngri. Margrét Jónsdóttir var gáfukona, fróð og minnug, og kenndi hinni yngri ^argt það, sem oftast fer í gröfina með hverri kynslóð, af því að enginn er til að nema, eða hirðir um að nema. Margrét Sig- Urðardóttir vissi um þennan atburð, án efa frá nöfnu sinni, fyrir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.