Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Side 22

Eimreiðin - 01.10.1953, Side 22
258 VALTÝR Á GRÆNNI TREYJU eimbeiðin staðaþingstað líka fram á þennan dag, og allir haft fulla vissu um> hverju sætti. En það er orðin mikil missögn í sögunni, er hún er skráð. Venju- lega er það svo með slíkar sögur, að þær eru í stærstu atriðum úlfaldar, sem einu sinni voru mýflugur. Það hefur að öllum líkum enginn Valtýr búið á Eyjólfsstöðum á þessum eða neinum nálæg' um tíma, minnsta kosti ekki eftir 1600. Það er augljóst mál, að morð Símonar er ekki gert til fjár. Til þess vantar allan mála- rekstur, sem ætíð verður um horfið fé, eins og ljóst er um alla sögu, og hinn grunaði maður ekki gat hafa staðið skil á, eins og á stóð. Að öllum líkum er hinn seinni Valtýr á grænni treyju saklaus af lífi tekinn, enda verða fyrst fyrir í þeirri sögu hindur- vitni, sem enginn tekur mark á, og má því gruna, að allur mála- rekstur gagnvart honum hafi verið sama eðlis. Það eru ekki líkur fyrir öðru en því, að morðið verði af þeim sökum, að smalar eigist við og verði tveir einum að slysi, en óviljandi, og gat margt borið til, og kunnugt, að slíkum mönnum verður oft misþykki- samt. Er smali sýslumannsins á Ketilsstöðum eins konar rauður kjóll, sem lætur nokkuð, en gáir ekki að sinni ,,bæn, þegar fram fellur treyjan græn“, eins og skáldið segir. En smalarnir verða ofsahræddir og finna það upp að segja þá sögu, sem í sínu atriði sögunnar er sennilega hárrétt. Þeir vita, að þarna er maður a einhvers konar ferð, sem enginn veit yfir hverju býr, enda öllum ókunnur. Er slíkt gamalt ráð og nýtt, að koma sökum á aðra, en saga þeirra mundi aldrei hafa verið tekin gild, ef hér hefði þekktur heiðursmaður átt í hlut, sem allir hefðu getað metið í öllu, hvort gæti verið valdur að slíku verki, jafnvel þótt það sé ný og gömul saga, að smali með ágangsfé geti verið litinn illu auga. En hér virðist það fullljóst, að bóndinn á Eyjólfsstöðum er ekki riðinn við málið, svo að morð smalans verður ekki af ágangS' sökum búfénaðar, og verða þá ekki aðrar skýringar fundnar a morði þessu en hér eru fram komnar, jafnvel þótt aldrei verði sannað, hver hann er, þessi Valtýr, sem hér verður fyrir rangri sök og geldur með lífi sínu.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.