Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 31

Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 31
e*MREIÐIN ÞAÐ ÞYRFTI AÐ PRESSA BUXURNAR 267 stofunni. Ég fann að forstjórinn, sem var um leið skrifstofustjóri, Var farinn að líta mig óhýru auga. Loksins ákvað ég að gera fyrstu tilraunina og halda mér við einfaldasta dæmið: buxurnar. Þar var ég þó viss um, að ég var í tnínum fulla rétti. £g man það ennþá, eins og það hefði skeð í gær, svo að ég tali nú eins og upp úr bók. Það var lygnt júníkvöld. Loftið var bungt og heitt. Ég tók ekki strætisvagninn, heldur gekk heim td að sefa taugarnar. Ég titraði, maður, allur af spenningi. Nína kallaði á mig strax og ég kom inn úr dyrunum til að segja mér, að ein vinkona sín væri nýbúin að ala barn. Ég settist strax að skrifborðinu, tók upp blöð full af innfærslum, sem ég hafði með ^161- í þessu skyni. Allt var þaulhugsað. Það var ekkert það atriði, sem mér gat yfirsést í þeirri atburðakeðju, sem nú átti að ske. ÞÚ sem taflmaður ættir að geta gert þér það í hugarlund frá skáklistinni. Ég settist sem sagt við borðið. Leikurinn var hafinn. Ég fór 3 fir einn dálk og skrifaði útkomuna niður á laust blað. Þú getur því nærri, að ég notaði aldrei þær tölur. Þær hefðu sjálf- Sagt kostað mig stöðu mína. Nína var einmitt að enda við að skoða rósótt efni, sjálfsagt í tuttugasta sinni, sem hún hafði keypt fyrir tveim dögum í sumarkjól. Hún hlaut því að hafa litið að gera. Ég lagði blýantinn frá mér á borðið með ákveð- lr*ni handsveiflu. Og það glumdi lítillega við um leið. '— Heyrðu, yndið mitt, sagði ég, gekk til Nínu og strauk henni um báða vanga. Hún leit á mig i glaðri eftirvæntingu. Heldurðu að buxunum mínum myndi veita af að fá ofurlitla Pressingu? Svipur hennar breyttist á broti úr sekúndu, og hún 'eit með fyrirlitningu niður á hnén á mér. Og ég sem hélt, að þú ætlaðir að stinga að mér einhverri glaðningu, svona að óvörum. Það getur aldrei gerzt neitt spenn- artdi. Alltaf þetta sama hversdagsjag. Þetta sagði hún eins og Vlð sjálfa sig, innilega hrærð af sinu dapra hlutskipti. En svo sklpti hún allt í einu um tóntegund: '— Jæja, komdu þá með buxurnar. Það er bezt að ég taki þær núna fyrir matinn. Lessu var ég að bíða eftir. Ég man, að ég svaraði:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.