Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Side 34

Eimreiðin - 01.10.1953, Side 34
270 ÞAÐ ÞYRFTI AÐ PRESSA BUXURNAR EIMREIÐIN hennar var vandi, hún hefur sjálfsagt ekki búizt við svo lítilli mótspyrnu frá minni hálfu. Og svo kyssti hún mig einn af sínum mjúku og holdlausu kossum eins og hún væri að þakka fyrir góð viðskipti. Ég hef alltaf verið seinn að hugsa, en ég hugsa aftur á móti skýrt, þó að ég segi sjálfur frá. En þetta kvöld, eftir að Nína var farin til frú Valgerðar, var eins og eldingu slægi niður í minn sljóa hug. Þar hafði ég ráðið, sem skyldi duga. Það var kannske ósanngjörn aðferð, jafnvel í stríði, eitthvað ámóta og notkun eiturgass. En ég hafði nú einu sinni einsett mér það að vinna þetta stríð. Og með köldum og óbifanlegum ásetningi stjórnmálamannsins, kastaði ég af mér jakkanum, lagðist upp í rúm í buxunum — gleymdi þó ekki að stökkva á þær vatni áður —, og með bindi um hálsinn, breiddi ofan yfir mig tvser yfirsængur og svaf í tvo tíma. Ég var kominn í náttföt og inni- slopp, þegar Nína kom heim af kjólasýningunni. Þegar ég rakaði mig morguninn eftir, í byrjun þriðja þáttar þessa sorgarleiks, var ég furðanlega rólegur. 1 fyrsta lagi var ég mér þess sjálfur meðvitandi, að ég barðist í þjónustu rétt- lætisins. I öðru lagi styrkti sú vissa sál mína, að ég hefði rás viðburðanna á valdi mínu. Þó var í mér einhver óljós spenn- ingur. Ennþá hafði Nína ekki uppgötvað neitt. Ég held, satt að segja, að óróleiki minn hafi blátt áfram stafað af því, að Nína kynni að uppgötva þetta úrslita herbragð mitt fyrr en henni væri ætlað, og drægi þannig úr hernaðarlegri þýðingu þess. Víst er um það, að ég sætti lagi, meðan hún skrapp inn í geymslukompuna okkar, til að laumast að borðinu og drekka morgunkaffið. Ég flýtti mér svo út á ganginn, á meðan hún var að leita að gúmmíteygjunni utan um brauðsneiðarnar. Ég tók hattinn af snaganum og setti hann upp frammi fyrir speglinum- Ég lagaði hann í börðunum og sneri honum á alla kanta, þó að hann væri búinn að sitja á kollinum á mér í sömu stelling- unum i þrjú ár. En einhvern veginn varð ég að eyða tímanum, því að ekki gat ég farið í frakkann, ef herbragð mitt átti að heppnast. Loksins opnaðist þó hurðin, og ég setti hattinn í gömlu skorðurnar. Nína rétti mér pakkann brosandi, auðsjáanlega að einhverju, sem hún var að hugsa um, lokuð inni í skurni sjálfs- elsku sinnar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.