Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Side 55

Eimreiðin - 01.10.1953, Side 55
eimrehhn KALÍGtJLA OG MUSTERIÐ í JERÚSALEM 291 algerlega háðir þessu dýrlega lögmáli, og forfeður vorir hafa lagt á sig erfiði og hættur til þess að verja það áföllum. Vér dirfumst því engan veginn að gerast svo huglausir að leyfa lögmálsbrot, af því að vér hræðumst dauðann. Því að dauðinn verður oss ávinningur að Guðs vilja. Og þó að yfir oss gangi ógnir, þá viljum vér taka þeim, heldur en láta óvirða lögmálið. Guð mun standa oss við hlið í þeirri baráttu og bægja frá oss yfirvofandi hættum, þegar vér erum að gera vilja hans og líðum fyrir hans málefni. En ef vér létum að vilja þínum, yrðum vér sakaðir um vítavert hugleysi, þar sem vér horfðum á, að lögmálið væri brotið. Og vér tnundum baka oss þunga reiði Guðs, sem jafnvel þú verður að játa, að er keisaranum æðri.“ m. Petróníus sá nú í hendi sér, að ákvörðun Gyðinganna yrði ekki haggað og skipun Kajusar yrði aldrei komið fram nema með ófriði, er leiða mundi til mikilla blóðsúthellinga. Kallaði hann þvi vini sína og nokkra þjóna, er þar voru hjá honum, og helt til Tíberías1), til þess að sjá með eigin augum, hvernig háttað væn með Gyðingunum. Og þegar Petróníus kom til Tíberías, komu þegar tugþúsundir Gyðinga til hans. Þeir játuðu hreinskilmslega, a-ð ófriður við Rómverja myndi verða þeim til tortímingar, en töldu þó, að hitt væri miklu háskasamlegra, að þverbrjóta lög- málið. Sárbændu þeir því Petróníus að hlífa þeim við þessum skelfingum, að borgin helga yrði saurguð með vígslu likneskj- Rnnar. Þá mælti Petróníus við þá: „Kemur ykkur til hugar að lcggja út í ófrið við keisarann og allan hans her, þið, sem ekki hafi nei hð að heitið geti?“ _ . , Þeir svöruðu: „Því fer fjarri, að vér óskum eftir ófriði vi an , en vér erum staðráðnir í að láta heldur lífið en horfa a ogma vort svívirt." Og eftir það vörpuðu þeir sér til jarðar og teyg u fram höfuðin og kváðust þess albúnir að láta lifið. Og þessu héldu þeir áfram án afláts í fjörutíu daga. Og allan þennan íma var ekki snert við vinnu á ökrum, en um þessar mundir var san ingartími. Með þessum hætti sýndu þeir, hve óhagganlegt a orm þeirra var, að láta heldur lífið en horfa upp á það, að liknesRi heisarans yrði reist í musterinu. 1) Við Genesaretvatn, mesta borg Galíleu.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.