Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Side 76

Eimreiðin - 01.10.1953, Side 76
312 LEIKLISTIN F.IMREIÐIN leikstjórnina, og er honum til lofs, hve leikurinn nýtur sín vel á sviði. En hæpin eru hin tíðu atriðaskipti, alls eru atriðin 21. Þetta fyrirkomulag á leiksviði getur átt við stundum, en getur einnig verkað truflandi og dreg- ið úr áhrifum. Leiktjöldin gerði Lárus Ingólfsson, og hefðu þau gjarnan mátt vera fyllri, eink- um í útiatriðunum, svo sem út- sýn yfir Lagarfljót og Fellin af hlaðinu á Egilsstöðum, eða þá upp til Fjarðarheiðar, þar sem ekkert sást á sviðinu utan grá- leitur móðuhryggur. — Þrátt fyrir ýmsa annmarka, sem finna má á leik þessum, er margt í honum vel gert, og vissulega skortir þar hvorki váleg tíðindi né atburðaspenning. Mynd sú, sem hann bregður upp af lífinu í landi voru fyrir svo sem tveim öldum, mun um margt vera bæði rétt og sönn. Hitt aðalhlutverk sitt, að sýna leikhúsgestum það bezta úr er- lendri leikritagerð, hefur Þjóð- leikhúsið einnig leitazt við að rækja og tekizt misjafnlega. I vetur hefur það meðal annars sýnt leikritið Sumri hallar eftir Bandaríkjamanninn Tennessee Williams, með Katrínu Thórs og Baldvin Halldórsson í aðalhlut- verkunum. Leikurinn er krufn- ing, í anda Freuds, á hvatalífi ungrar stúlku, sem öfugt upp- eldi og erfitt heimilislíf hefur gert að annarlegri persónu. Alma, unga stúlkan, er leikin af Katrínu Thórs, sem skilaði hlutverkinu með góðum skiln- ingi og tókst að sýna sálarlíf Ölmu svo átakanlega, að samúð vakti. En leikkonuna skortir enn nokkuð á í þjálfun raddarinnar og hún talaði fulllágt. Baldvin Halldórsson fór einnig vel með Katrín Thúrs í hlutverki ölmu. hlutverk læknissonarins, slark- arans og læknisins. Þýðingin á leiknum var sums staðar göll- uð, en sjálfur er hann snjall og gefur áhorfendum umhugsunar- efni. Sv. S.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.