Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 20

Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 20
252 UM LISTSKÖPUN FYRR OG NÚ EIMREIÐIN koma þannig í ljós, að sá isminn, sem tekur við af öðrum eldri, er ætíð afturkast gegn einstrengingshætti hans, og heldur þetta áfram í sama fari með hverjum nýjum isma. Menntasetur (akademy) í list og listskólar urðu fyrst til á endurfæðingartímabilinu. í þeim ígrunduðu menn einkum mannslíkamann. Kennararnir höfðu sínar forskriftir, sem þeir létu nemendurna fara eftir. Þannig höfðu menn öldum saman haft þann sið að mála skugga í snjó brúna. Nokkrir franskiv málarar, sem voru orðnir leiðir á mygluloftinu í málaraklef- unum sínum, tóku þá eitt sinn upp á því að fara með málara- grindurnar sínar út í góða veðrið og uppgötvuðu um leið, að skuggarnir á snjónum voru bláir og að himininn var líka blár. Þeir máluðu því skuggana bláa og héldu svo sýningu á mál- verkum sínum. Áhorfendur skellihlógu að þessum málarafíflum, sem ekki sáu, að skuggarnir á snjónum eiga að vera brúnir, eins og menn höfðu málað þá öldum saman. Menn hlógu sig máttlausa, svo þeir urðu að setjast flötum beinum á gólfið, þa1' sem engir stólar voru í sýningarsalnum. Nú vita allir, að litir skugga eru endurvarp frá litum ljósgjafans, og úti á jörðinm af bláma geimsins. í sögulegum málverkum var tilefnið, þ. e. mótívið, talið mikil- vægara en sjálf útfærsla þess á léreftinu. Eftir að listamaður- inn hafði uppgötvað lifandi náttúruna utan vinnustofunnar, tók hann að mála úti undir berum himni. Einn þessara málara var Monet, sem sagði eitt sinn, að hann reyndi alls ekki að gera eftirmynd af náttúrunni, heldur málaði hann þau áhrif (impression), sem hún hefði á sig, en þessi ummæli urðu til þess að tekið var að nefna það „impressionisma11, að listamaður- inn málaði áhrifin, sem fyrirmy-ndin hafði á hann. Aðrir lista- menn komu þá til skjalanna, vildu telja sína eigin tilfinningu þýðingarmeiri en fy-rirmyndina og kölluðu sig „expressionista1 • Hér var það tilfinning mannsins gagnvart fyrirmyndinni, sem réði, gagnstætt því sem var hjá impressionistunum. Jafnfranit þurfti að hreinsa til á litaspjöldum og taka upp bjarta liti í stað hinna dökku og brúnleitu. Menn tóku upp nýtt litróf, máluðu í regnhogalitum og létu í veðri vaka, að vísindin legðu sinn skerf til viðgangs listarinnar með því að opna listamanninum nýjan skilning á litasamsetningu og litavali, og varð úr þessu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.