Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 31

Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 31
eimreiðin LEIKRITASKÁLDIÐ E. O’NEILL 263 forskriftum Nietzsches, í þessum heimspekilegu og trúarlegu leikritum sínum, að gera leiklistina Díonýsiska. Eftir það tókst hann á hendur að reyna djúpsálarfræðina, að dæmi Freuds, Adlers og Jungs, í leikritum sínum, og eru hin miklu leikrit hans Strange Interlude og Mourning becomes Eleetra bezt dæmi um það, þótt enn sæi þess víða merki, bæði áður og síðan. Aðferð hans í þessum leikritum er að láta persón- urnar segja hug sinn í svigum í hugrunastíl (stream of con- ciousness style), og lengir það bækurnar að minnsta kosti um helming. Tvö leikrit, Ah Wildarness og Days without End, virðast minningar frá æskuárum skáldsins, en tvö síðustu leikrit hans eru samin í efa og örvæntingu um allt og alla, hræðslu við þetta líf og hræðslu við dauðann. Skáldið veit, að maður verður að trúa einhverju, þó ekki sé nema á reykinn úr pípu sinni, en honum gengur verr að framkvæma það. Það er dálítið gaman að bera O’Neill saman við jafnaldra hans í íslenzkum bókheimi. Hann var jafngamall Kamban, en ári eldri en Gunnar Gunnarsson og Þórbergur. Af þessum mönnum mun Kamban hafa trúað fastast á vestræna alþjóðamenningu, þótt hann deildi á hana í verkum sínum frá 1918 til 1927. Á sama tímabili hafði Gunnar tekið trú á Island, en Þórbergur á sósíalisma og annan heim. En allir höfðu þeir, nema kannske Kamban, átt tímabil efasemda, sem þeir urðu að rífa sig upp úr til þess að taka trú á til- veruna. Eins og þessum mönnum var O’Neill ljóst, að hann varð að trúa á eitthvað, þó ekki væri á annað en reykinn úr pípunni sinni. Og hann gerði margar atrennur að reyna að byggja sér trú, er væri borg á bjargi traust. En tilraunir hans reyndust því miður æfinlega spilaborgir, er hrundu þegar á reyndi. Því meir sem á leið ævi hans, því hræddari virtist hann verða eigi aðeins við lífið, heldur og við dauðann, og því meir þráði hann frið sálarinnar. 3. Á fyrstu árum O’Neills var hann undir áhrifum síð- natúralismans; hann var þá sósíalisti og skrifaði um lág- stéttarfólk, ekki sízt sjómenn, félaga sína, en einkum um fólk undir römmum álögum erfða eða vana. Þannig var Emperor Jones (1920) blámaður, sem í öllu hafði samið sig að siðum hvitra hamingjumanna, en í umhverfi blámanna,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.