Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Page 12

Eimreiðin - 01.04.1957, Page 12
EIM REIÐIN 8 4 yngst þeirra. Sjálf segir hún „að fátækt væri mikil meðan börnin voru ung, en allgóður efnahagur síðar.“ Þegar vér les- um lýsingu Ólafar á heimilinu, furðar oss, að slíkur vesal- dómur og menningarleysi skuli hafa átt sér stað svo nærri samtíð vorri. Mun þetta þó ekkert einsdæmi. Ekkert mun samt ýkt í frásögn Ólafar, en bersögli hennar og hreinskilni hneykslaði marga. En svo sagði mér Valtýr Guðmundsson, að hann teldi ritgerð þá meðal hins merkasta, er um slíkt efni hefði verið ritað fram um 1920, sakir raunsæis í lýsing- urn og hve hispurslaust og af mikilli sannleiksást væri með efnið farið. Mátti liann vel til þekkja, hversu um var að litast á kotbæjum nyðra um þessar mundir. Sjálf segir Ólöf um rit- gerðina: „Tilgangur minn var að bregða upp sannri mynd af íslenzku þjóðlífi og þeim kjörum, sem íslenzk æska ólst upp við.“ Enginn mun hafa fagnað því ynnilegar en hún, að þess- ir tímar voru liðnir að eilífu. En illa undi Ólöf þessu umhverfi. Hún þráði lærdóm og menningu. Bækur voru yndi hennar og eftirlæti þegar í bernsku, en bæði var bókavalið lítið og tími eða tækifæri til að njóta þess litla, sem til var, enn minni. Og framtíðin virt- ist fátt liafa að bjóða. Ungar, umkomulausar stúlkur áttu ekki margra kosta völ á þeim árum. Þeirra beið annaðhvort vinnu- mennska með miklu erfiði og litlum launum eða hjónaband með þrotlausu stríði við fátækt og annað andstreymi. Ef heils- an bilaði eða þegar kraftar tóku að þverra fyrir aldurs sakir, var sveitarframfæri eina úrlausnin. En forlögin höfðu ætlað Ólöfu annað hlutskipti. Hvað sem hver sagði, þá „brauzt hún frá æskunni ófríðri og snauðri“, þá einungis 19 ára að aldri. Var það eitt meira en meðalafrek eins og aldarandinU var þá, og Ólöf þar að auki heilsutæp og lítt hneigð fyrif erfiðisvinnu. En svo er að sjá sem þeim fleiri systkinum hafi verið útþráin í blóð borin. Sum þeirra fóru til Ameríku, og einn bróðirinn, Sigurður, fór í siglingar um skeið. Þegar Ólöf fór úr foreldrahúsum, tók prestskonan á Tjörn, Ingibjörg Eggertsdóttir, hana í umsjá sína. Hún var kona síra Jóns St. Þorlákssonar. Ekkert er mér kunnugt um þ;1 konu annað en það, hversu hún reyndist Ólöfu. En hversU vel hún skildi þennan sérkennilega ungling og með hve

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.