Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Side 41

Eimreiðin - 01.04.1957, Side 41
SJÚKLINGUR RÍKISINS 113 ,,Komdu,“ sagði hinn, og það var skipun. Svo gekk hann á undan, en leit oft við til þess að fullvissa sig um, að hann fylgdi honum eftir. Annars var eins og hann hefði ekkert meira við hann að tala, en þyrfti aðeins að lokka hann á ákveðinn stað. Hann var leiddur í stofu. Þær voru tvær samliggjandi, háðar gljáfægðar. Það var eins og hver veggur hrópaði, að ekki mætti snerta hann. í annarri stofunni voru mjúk hæg- indi og gljáð borð, en í hinni venjulegt borð og stólar. Þetta var víst stássstofa og borðstofa. Nokkrar myndir héngu á veggj- Urn, og miklu af smáskrani var tildrað hér og þar. Ljósin voru mikil og skáru hann í augun. í einu horni stássstof- unnar stóð jólatré skreytt marglitum kúlum og silfurþráðum, •'köngurlóarvefur til þess að veiða með jólagleði,“ sagði hann við sjálfan sig. Honum leiddist, strax og hann kom inn. Þetta voru hon- Ulu fjandsamleg húsakynni, fangelsi, sem var honum mun fjarstæðara en raunverulegur fangaklefi. Hann tyllti sér á stólbrún í borðstofunni og hékk í sæti. Stólarnir í hinni stofunni voru allt of fínir til þess að sitja í. Hann var klæddur dökkum jakka, snjáðum og blettóttum. iunan undir var hann í svartri peysu, sem grisjaði í gegnum hér og þar. Buxur hans höfðu einhvern tíma verið brúnar, er> voru nú orðnar flekkóttar. Hann var illa skæddur og blaut- 1 fætur. Það fann hann fyrst nú, þegar hann var setztur hér. Svona húsakynni kölluðu fram vanlíðan manna. Tvær telpur, tveggja og fjögurra ára, stóðu á gægjum. Þær Vorir f hátíðakjólum sínum og minntu á brúður í kössum. ær þorðu ekki inn í stofuna til hans. Við þær vildi hann þó tala. Góða stund sat hann innan lokaðra dyra. Hann neytti ein- Verunnar og leitaði til flöskunnar, skotraði svo augum til dyr- anna með flótta í huga, en sat kyrr. Eftir nokkurt hljóðskraf í eldhúsi kom ung kona inn til ans og heilsaði honum. Hún hló við honum kvikmynda- atrr og bauð hann velkominn. Hann trúði ekki einlægn- lr,ni í brosi hennar né yfirlýsingunni um, að hann væri vel-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.