Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Side 44

Eimreiðin - 01.04.1957, Side 44
116 EIMREIÐIN Haffrúin færðist undan, flutti sig örstuttan spöl, var eins og hrafn, sem stríðir hundi. „Ha, hundi? Er ég þá hundur?“ Hann hrasaði og féll í djúpa, mjúka fönn. Hann brauzt um, en náði sér ekki strax upp. Hann tók sér hvíld. Þarna var mjúkt og værðarlegt. Notaleg tilfinning seytlaði um hann. Hann var kominn í baðstofu. Kertaljós blakti á nokkrum rúmmörum. Gömul kona með gráa hyrnu á herðum var að færa honum sjóðandi heitt kaffi. Allt viðlit hennar ljómaði. Það var ekki Hollyrvood-bros. Hann var vakinn með miklum hristingi, og einhver kallaði. Dökkklæddur maður, mikill vexti, var að reyna að drasla honum á fætur. „Láttu mig vera, Arnór,“ sagði hann. „Ég fer ekki heim til þín aftur.“ En þetta skýrðist allt betur, og hann sá, að það var ekki Arnór, sem reif hann upp úr draumnum, heldur lögreglu- þjónn. Hann var alltaf að spyrja einhvers, tönnlaðist alltaf á sömu spurningunni. Þeir höfðu ekki mikið að segja, þessir lögregluþjónar. Nú skildi hann. Hann spurði, hver hann væri. „Sonur föður míns,“ svaraði hann og hló. „Og hvað heitirðu?“ hélt hinn áfram að spyrja. Ekki vant- aði forvitnina. Hann sagði til nafns síns. „Hvar áttu heima?“ „Hér og þar — alls staðar. Nei, nú segi ég ekki satt. Ekki í Hollywood.“ „Varstu eftir af togaranum í dag?“ Þarna kom það. „Ég var á Haffrunni hjá honum Sigurdóri. Hann var mikill sjóhundur. En hvað hafa þeir gert við Haffrúna? í gær var hún hérna á kambinum, en nú finn ég hana þar ekki.“ Hann var ekki spurður meira að sinni, en dreginn úr skafl- inum og borinn inn í bíl. Það var langt liðið á tólftu stund gamlaárskvölds, og nýárs- fagnaðurinn færðist nær hámarki. í útvarpinu var verið að flytja annál ársins. Arnór Konráðsson skrifstofumaður stóð við borðið í stofu

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.